Waldorfssalat

waldorfssalat valdorfssalat sallat magnúsína ósk Dóra Emils epli rjómi valhnetur eplasalat sellerý Waldorf Astoria hótelinu í New York mæjónes salat jólasalat hátíðarsalat
Waldorfsalat

Waldorfssalat

Waldorfsalat var fyrst búið til á Waldorf Astoria hótelinu í New York rétt eftir 1890, í upphaflegu uppskriftinni var epli, sellerí og mæjónes. Hnetum og vínberjum var bætt við upp úr 1920. Veit ekki hvort það er íslensk útgáfa að nota þeyttan rjóma, gæti verið. Sumum finnst hrátt sellerí of sterkt, þá er hægt að skera það niður, láta það liggja í heitu vatni í ca eina mínútu og sigta svo. Dóra Emils gaf mér gott ráð um daginn, að setja svolítið af eplamús saman við Waldorfssalatið.

JÓLINSALÖTDÓRA EMILSVÍNBEREPLAMÚSSELLERÍ

.

Waldorfsalat

1/4 l rjómi
1/2 b mæjónes
1 dl eplamús
2-3 epli, afhýdd og skorin í grófa bita
1 stilkur sellerí, skorið smátt
1 b gróft saxaðar valhnetur
2 b græn vínber, skorin í helminga

Stífþeytið rjóma, blandið mæjónesi og eplamús saman við, þá eplum, selleríi, valhnetum og vínberjum. Blandið vel saman, kælið og berið fram kalt.

JÓLINSALÖT

.

Waldorfssalat Magnúsína Eggertsdóttir
Magga með Waldorfssalat

JÓLINSALÖTDÓRA EMILSVÍNBEREPLAMÚSSELLERÍ

— VALDORFSSALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.