Waldorfssalat
Waldorfsalat var fyrst búið til á Waldorf Astoria hótelinu í New York rétt eftir 1890, í upphaflegu uppskriftinni var epli, sellerí og mæjónes. Hnetum og vínberjum var bætt við upp úr 1920. Veit ekki hvort það er íslensk útgáfa að nota þeyttan rjóma, gæti verið. Sumum finnst hrátt sellerí of sterkt, þá er hægt að skera það niður, láta það liggja í heitu vatni í ca eina mínútu og sigta svo. Dóra Emils gaf mér gott ráð um daginn, að setja svolítið af eplamús saman við Waldorfssalatið.
— JÓLIN — SALÖT — DÓRA EMILS — VÍNBER — EPLAMÚS — SELLERÍ —
.
Waldorfsalat
1/4 l rjómi
1/2 b mæjónes
1 dl eplamús
2-3 epli, afhýdd og skorin í grófa bita
1 stilkur sellerí, skorið smátt
1 b gróft saxaðar valhnetur
2 b græn vínber, skorin í helminga
Stífþeytið rjóma, blandið mæjónesi og eplamús saman við, þá eplum, selleríi, valhnetum og vínberjum. Blandið vel saman, kælið og berið fram kalt.
.
–
— JÓLIN — SALÖT — DÓRA EMILS — VÍNBER — EPLAMÚS — SELLERÍ —
—