Ofnbakaðir tómatar

Tómatar Ofnbakaðir tómatar
Ofnbakaðir tómatar

Ofnbakaðir tómatar

Það er upplagt að útbúa þennan rétt með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður því hann verður betri daginn eftir. Litlir tómatar kallast heilsutómatar, á pakkningunni stendur “þrefalt meira magn af andoxunarefninu lýkópen. Lýkópen er í flokki karótínóíða sem gefur tómötunum rauða litinn, er öflugt andoxunarefni og er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi”.

Ofnbakaðir tómatar

15-20 heilsutómatar skornir í hálft

1 kanilstöng

1/2 vanillustöng flökuð á langveginn eða 1/2 tsk vanilluduft

1/2 – 1 tsk allrahanda

5-6 stk kardimommur eða 1tsk kardimommuduft

3-4 negulnaglar

2 hvítlauskgeirar, pressaðir

2 msk ferskur sítrónusafi

fínt rifinn börkur af einni sítrónu

10 dropar fiskisósa

vatn.

Setjið allt í fat, hellið vatnið í fatið þannig að það hylji 2/3 á tómötunum. Setjið í 200° heitan ofn eldið þar í 1 1/2 klst. Ef vatnið er að klárast bætið þá við. Takið úr ofninum og látið bíða í amk 2 klst áður en þeir eru borðaðir. Mjög gott eftir 2-3 daga í ísskáp.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fyrri færsla
Næsta færsla