![Saltfiskur á pönnu Saltfiskur á pönnu chili paprika hvítlaukur](https://i0.wp.com/alberteldar.is/wp-content/uploads/2012/02/Saltfiskur.jpg?resize=696%2C522&ssl=1)
Saltfiskur á pönnu. Það er runnið á mig saltfiskæði og þessi saltfiskur er æði.
Saltfiskur á pönnu
500 g saltfiskur – vel útvatnaður
4-5 msk góð matarolía
1 rauðlaukur
3 hvítkauksrif
1/2 ferskur chili
2-3 paprikur
1 sítróna
1tsk. mynta
1 tsk, oreganó
1 tsk, timian.
Þerrið fiskinn, veltið uppúr hveiti eða heilhveiti og steikið á báðum hliðum á pönnu í olíunni, takið hann af. Skerið niður grænmetið og steikið í sömu olíu
Setjið fiskinn yfir grænmetið og látið lok yfir. Eða setjið í eldfast form í vel heitan ofn í ca 15 mín.