Saltfiskur á pönnu

 

Saltfiskur á pönnu chili paprika hvítlaukur
Saltfiskur á pönnu

Saltfiskur á pönnu. Það er runnið á mig saltfiskæði og þessi saltfiskur er æði.

Saltfiskur á pönnu

500 g saltfiskur – vel útvatnaður
4-5 msk góð matarolía
1 rauðlaukur
3 hvítkauksrif
1/2 ferskur chili
2-3 paprikur
1 sítróna
1tsk. mynta
1 tsk, oreganó
1 tsk, timian.
Þerrið fiskinn, veltið uppúr hveiti eða heilhveiti og steikið á báðum hliðum á pönnu í olíunni, takið hann af. Skerið niður grænmetið og steikið í sömu olíu
Setjið fiskinn yfir grænmetið og látið lok yfir. Eða setjið í eldfast form í vel heitan ofn í ca 15 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food

Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í matarmenningunni okkar og virðingarvert framtaka að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik" segir á heimasíðunni.