Auglýsing

 

Saltfiskur á pönnu chili paprika hvítlaukur

Saltfiskur á pönnu. Það er runnið á mig saltfiskæði og þessi saltfiskur er æði.

Saltfiskur á pönnu

500 g saltfiskur – vel útvatnaður
4-5 msk góð matarolía
1 rauðlaukur
3 hvítkauksrif
1/2 ferskur chili
2-3 paprikur
1 sítróna
1tsk. mynta
1 tsk, oreganó
1 tsk, timian.
Þerrið fiskinn, veltið uppúr hveiti eða heilhveiti og steikið á báðum hliðum á pönnu í olíunni, takið hann af. Skerið niður grænmetið og steikið í sömu olíu
Setjið fiskinn yfir grænmetið og látið lok yfir. Eða setjið í eldfast form í vel heitan ofn í ca 15 mín.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Ég ætla að prófa þennann í kvöld og hlakka mikið til ,ég elska fisk, og er svo hrifin af uppskriftunum þínum Albert,svo ertu svo yndislegur og eðlilegur,engir stælar,ert alveg sýnilega ekta alvöru 😉

Comments are closed.