Ofnbakaðir tómatar

Tómatar Ofnbakaðir tómatar
Ofnbakaðir tómatar

Ofnbakaðir tómatar

Það er upplagt að útbúa þennan rétt með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður því hann verður betri daginn eftir. Litlir tómatar kallast heilsutómatar, á pakkningunni stendur “þrefalt meira magn af andoxunarefninu lýkópen. Lýkópen er í flokki karótínóíða sem gefur tómötunum rauða litinn, er öflugt andoxunarefni og er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi”.

Ofnbakaðir tómatar

15-20 heilsutómatar skornir í hálft

1 kanilstöng

1/2 vanillustöng flökuð á langveginn eða 1/2 tsk vanilluduft

1/2 – 1 tsk allrahanda

5-6 stk kardimommur eða 1tsk kardimommuduft

3-4 negulnaglar

2 hvítlauskgeirar, pressaðir

2 msk ferskur sítrónusafi

fínt rifinn börkur af einni sítrónu

10 dropar fiskisósa

vatn.

Setjið allt í fat, hellið vatnið í fatið þannig að það hylji 2/3 á tómötunum. Setjið í 200° heitan ofn eldið þar í 1 1/2 klst. Ef vatnið er að klárast bætið þá við. Takið úr ofninum og látið bíða í amk 2 klst áður en þeir eru borðaðir. Mjög gott eftir 2-3 daga í ísskáp.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla