Ofnbakaðir tómatar

Tómatar Ofnbakaðir tómatar
Ofnbakaðir tómatar

Ofnbakaðir tómatar

Það er upplagt að útbúa þennan rétt með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður því hann verður betri daginn eftir. Litlir tómatar kallast heilsutómatar, á pakkningunni stendur “þrefalt meira magn af andoxunarefninu lýkópen. Lýkópen er í flokki karótínóíða sem gefur tómötunum rauða litinn, er öflugt andoxunarefni og er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi”.

Ofnbakaðir tómatar

15-20 heilsutómatar skornir í hálft

1 kanilstöng

1/2 vanillustöng flökuð á langveginn eða 1/2 tsk vanilluduft

1/2 – 1 tsk allrahanda

5-6 stk kardimommur eða 1tsk kardimommuduft

3-4 negulnaglar

2 hvítlauskgeirar, pressaðir

2 msk ferskur sítrónusafi

fínt rifinn börkur af einni sítrónu

10 dropar fiskisósa

vatn.

Setjið allt í fat, hellið vatnið í fatið þannig að það hylji 2/3 á tómötunum. Setjið í 200° heitan ofn eldið þar í 1 1/2 klst. Ef vatnið er að klárast bætið þá við. Takið úr ofninum og látið bíða í amk 2 klst áður en þeir eru borðaðir. Mjög gott eftir 2-3 daga í ísskáp.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

Kollukokosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta. Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og á getur verið erfitt að hemja sig...

Fyrri færsla
Næsta færsla