Kókos- og hnetunammi

Kókos- og hnetunammi kókosmjöl hnetur raw food kaffimeðlæti Ásgeir Páll NAMMI
Kókos- og hnetunammi

Kókos- og hnetunammi

Það er alveg einstaklega skemmtilegt að gefa Ásgeiri Páli í kaffi. Hann er meðvitaður um mataræði sitt og því eins gott að vanda sig.

ÁSGEIR PÁLLNAMMI

.

Kókos- og hnetunammi

1 dl kókosolía, fljótandi

2 dl kakóduft

2 msk hunang

15 döðlur, saxaðar

10 apríkósur, saxaðar

5 dl kókosmjöl

3 dl salthnetur

Leggið döðlurnar í bleyti ef þær eru mjög þurrar. Setjið allt í matvinnsluvél og maukaið. Rúllið upp í bökunarpappír, kælið, skerið í bita (og bjóðið Ásgeiri Páli í kaffi).

ÁSGEIR PÁLLNAMMI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silva – fagurgrænn og stórfínn staður

SILVA í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta skipti sem ég smakkaði ferskan engifersafa var á Silvu fljótlega eftir að staðurinn opnaði - ég gleymi því aldrei. Kristín tók ráðin í sínar hendur eftir að heilsu hennar fór að hraka, fór á námskeið um áhrif matar, fór í heilsuskóla og eftir að hafa náð heilsu á ný (með hollu og góðu grænmeti) opnaði  hún Silvu árið 2012, og nokkrum árum seinna var farið að bjóða upp á gistingu.

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta

Rabarbarasulta með engifer. Ó blessað sultutauið sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Held ég hafi borðað yfir mig af rabarbarasultu í æsku, eða svona næstum því....  Við Marsibil suðum rabarbarasultu og hún sá um að merkja krukkurnar.