Kókos- og hnetunammi

Kókos- og hnetunammi kókosmjöl hnetur raw food kaffimeðlæti Ásgeir Páll NAMMI
Kókos- og hnetunammi

Kókos- og hnetunammi

Það er alveg einstaklega skemmtilegt að gefa Ásgeiri Páli í kaffi. Hann er meðvitaður um mataræði sitt og því eins gott að vanda sig.

ÁSGEIR PÁLLNAMMI

.

Kókos- og hnetunammi

1 dl kókosolía, fljótandi

2 dl kakóduft

2 msk hunang

15 döðlur, saxaðar

10 apríkósur, saxaðar

5 dl kókosmjöl

3 dl salthnetur

Leggið döðlurnar í bleyti ef þær eru mjög þurrar. Setjið allt í matvinnsluvél og maukaið. Rúllið upp í bökunarpappír, kælið, skerið í bita (og bjóðið Ásgeiri Páli í kaffi).

ÁSGEIR PÁLLNAMMI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Epicurious

Þær eru nokkrar uppskriftarsíðurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér, ein þeirra er Epicurious.com

Borðum möndlur og hnetur

Valhnetur Omega 3

HNETUR OG MÖNDLUR  eru hollustufæði.. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina Angelina

Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús.

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave