Appelsínu og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta appelsínur bláber terta kaka hráterta raw food
Appelsínu- og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta

Sumarleg og fersk terta sem á vel við þessa dagana þegar sólin baðar okkur geislum sínum. Við og við má heyra vangaveltur um hvort hráfæði sé ekki óheyrilega dýrt. Ef til vill er hráefnið eitthvað dýrara en í „venjulegar tertur” en taka verður með í reikninginn hráfæðið þarf ekki að baka, það tekur mun skemmri tíma að útbúa og fólk þarf mun minna af því en öðru kaffimeðlæti. Það sem hins vegar mestu máli skiptir er að hráfæðið er hollt – heilsa okkar er jú verðmæt.

🫐

HRÁTERTUR — APPELSÍNUTERTURBLÁBER

🫐

Appelsínu- og bláberjaterta

Botn:
2 dl hnetur
2 dl möndlur
1 dl rúsínur
1 dl döðlur
2 msk fljótandi kókosolía
smá salt

Appelsínufylling:
6 dl kasjúhnetur
1 ½ dl ferskur appelsínusafi
1 dl agave eða mable síróp
1 dl fljótandi kókosolía
safi úr einni sítrónu
börkur af einni appelsínu
1/3 tsk salt

Bláberjafylling:
4 dl bláber (ég notaði frosin)
1 dl af appelsínufyllingunni

Botn: setjið hnetur, möndlur, döðlur, rúsínur, kókosolíu og salt í matvinnslu vél og maukið vel. Setjið bökunarpappír í botninn á formi, jukkið þar á og maukið í, þjappið.

Appelsínufylling: Látið kasjúhnetur, appelsínusafa, síróp, kókosolíu, sítrónusafa, appelsínubörk og salt í matvinnsluvél og maukið. Setjið yfir botninn en skiljið eftir ca 1/2 bolla í skálinni.

Bláberjafylling: Blandið bláberjum saman við ca 1 dl af appelsínufyllingunni, blandið vel saman og setjið ofan á appelsínufyllinguna í forminu. Tertuna má skreyta með appelsínum og bláberjum.

 Geymið tertuna í ísskáp í um klukkustund áður en hún er borin fram. Þessi terta er jafn góð, ef ekki betri, daginn eftir.

🫐

— HRÁTERTUR — APPELSÍNUTERTURBLÁBER

— APPELSÍNU- OG BLÁBERJATERTA —

🫐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.