Ljómandi góð eplakaka

 

Vilborg Eiríksdóttir ljómandi góð eplaterta eplakaka epli kaka terta kaffimeðlæti einfalt fljótlegt
Ljómandi góð eplakaka

Ljómandi góð eplakaka

Gaman að segja frá því að Vilborg systir mín á afmæli í dag, sú sama og Villuterta er nefnd eftir. Hún bauð í afmæliskaffi og á borðum var fjöldinn allur af tertum og öðru góðgæti. Þar á meðal þessi eplakaka sem bragðaðist ljómandi vel.

🍏

VILBORG EPLISVÍÞJÓÐEPLATERTUR

🍏

Ljómandi góð eplakaka

4-5 epli græn
1/2 b smjör
3/4 b sykur
3 tsk kanill
3 msk góð olía
1 b hveiti
1 egg
smá salt.

Skerið eplin og setjið í mót. Bræðið smjör og bætið við öllum hráefnunum. Hellið yfir eplin og bakið í 45 mín við 170°C.

Eplaterta
Ljómandi góð eplakaka

Í uppskriftabók afmælisbarnsins stendur að uppskriftin komi frá Þorgeiri Starra en sé upphaflega sænsk.

eplaterta

🍏

VILBORG EPLISVÍÞJÓÐEPLATERTUR

— LJÓMANDI GÓÐ EPLAKAKA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

Döðluterta Sóleyjar

Dodluterta

Döðluterta með karamellusósu. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…) ????

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla