Appelsínu og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta appelsínur bláber terta kaka hráterta raw food hráterta hrákaka raw cake
Appelsínu- og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta

Sumarleg og fersk terta sem á vel við þessa dagana þegar sólin baðar okkur geislum sínum. Við og við má heyra vangaveltur um hvort hráfæði sé ekki óheyrilega dýrt. Ef til vill er hráefnið eitthvað dýrara en í „venjulegar tertur” en taka verður með í reikninginn hráfæðið þarf ekki að baka, það tekur mun skemmri tíma að útbúa og fólk þarf mun minna af því en öðru kaffimeðlæti. Það sem hins vegar mestu máli skiptir er að hráfæðið er hollt – heilsa okkar er jú verðmæt.

🫐

HRÁTERTUR — APPELSÍNUTERTURBLÁBER

🫐

Appelsínu- og bláberjaterta

Botn:
2 dl hnetur
2 dl möndlur
1 dl rúsínur
1 dl döðlur
2 msk fljótandi kókosolía
smá salt

Appelsínufylling:
6 dl kasjúhnetur
1 ½ dl ferskur appelsínusafi
1 dl agave eða mable síróp
1 dl fljótandi kókosolía
safi úr einni sítrónu
börkur af einni appelsínu
1/3 tsk salt

Bláberjafylling:
4 dl bláber (ég notaði frosin)
1 dl af appelsínufyllingunni

Botn: setjið hnetur, möndlur, döðlur, rúsínur, kókosolíu og salt í matvinnslu vél og maukið vel. Setjið bökunarpappír í botninn á formi, jukkið þar á og maukið í, þjappið.

Appelsínufylling: Látið kasjúhnetur, appelsínusafa, síróp, kókosolíu, sítrónusafa, appelsínubörk og salt í matvinnsluvél og maukið. Setjið yfir botninn en skiljið eftir ca 1/2 bolla í skálinni.

Bláberjafylling: Blandið bláberjum saman við ca 1 dl af appelsínufyllingunni, blandið vel saman og setjið ofan á appelsínufyllinguna í forminu. Tertuna má skreyta með appelsínum og bláberjum.

 Geymið tertuna í ísskáp í um klukkustund áður en hún er borin fram. Þessi terta er jafn góð, ef ekki betri, daginn eftir.

🫐

— HRÁTERTUR — APPELSÍNUTERTURBLÁBER

— APPELSÍNU- OG BLÁBERJATERTA —

🫐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nutellapitsa – „Nutella gerir allt betra”

Nutellapista. Margrét Þórhildur, ekki samt danska drottningin, segir að Nutella geri allt betra. Það er ekki svo flókið að útbúa Nutella pitsu. Fletjið út pitsudeig, stráið á það Maldonsalti og þrístið því niður í deigið. Bakið við 220¨C í um 10 mín eða þangað til það er fallega bakað. Takið út ofninum, smyrjið Nutella yfir og stráið brytjuðum ávöxtum þar á.

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna – mögnuð áhrif cayennepipars

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Áhrif cayennepipars eru fjölmörg og alveg mögnuð eins og hér kemur fram í grein sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar. Þar vísar hún í fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum cayennepipars