Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu kjúlli  engifer appelsínur
Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Engifer er gott fyrir heilsuna. Það bætir ofæmiskerfið, er vatnslosandi og styrkir ónæmiskerfið. Það er því ekki verra að setja svolítið af því út í matinn. Hér kemur uppskrift að sparilegri engifer- og appelsínusósu sem er sniðugt að nota sem grunn og bæta afgangi af kjúklingi og grænmeti út í.

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

einn heill kjúklingur í bitum

3 msk olía

1 laukur

1 stilkur af sellerí

1 vænn rauður chilli, skorinn smátt með fræjum og öllu.

4 hvítlauksrif

1 dl appelsínusafi

1 dl matreiðslurjómi eða sojarjómi (má sleppa)

4 msk mangóchutney

1 tsk turmerik

3 sm engiferrót, rifin niður

1 msk af límónuberki

Brúnið kjúklingabitana í olíu og setjið þá í eldfast form. Llátið laukinn, selleríið, hvítlaukrifin og chilli piparinn veltast um í nokkrar mínútur á pönnunni (ekki þrífa hana eftir kjúklinginn). Þá er turmerik kryddinu bætt út í. Bætið appelsínusafanum út í og hrærið vel saman. Þá er rjómanum bætt út í ásamt engiferrótinni.

Látið suðuna koma upp. Þá er límónubörkurinn rifinn yfir réttinn eða rétt áður en hann er borinn fram. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og eldið í 170° heitum ofni í um 40 mín.

Það er upplagt að bera fram með þessum rétti hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, nú eru það heiðurshjónin Þórhildur Helga og Bogi sem buðu heim og héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga. Helga og Bogi gáfu sér góðan tíma í undirbúninginn eins og fram kemur hér að neðan. Hreindýracarpaccio var silkimjúkt og bragðgott. Lerkisveppina í aðalréttinn tíndu þau síðasta haust, söxuðu niður og frystu, mjög góður kjúklingaréttur. Eftirrétturinn er hliðarútgáfa af Tiramisu. Þessi er með portvíni og súkkulaði yfir. Óskaplega gott og borðaður upp til agna.

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.