Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu kjúlli  engifer appelsínur
Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Engifer er gott fyrir heilsuna. Það bætir ofæmiskerfið, er vatnslosandi og styrkir ónæmiskerfið. Það er því ekki verra að setja svolítið af því út í matinn. Hér kemur uppskrift að sparilegri engifer- og appelsínusósu sem er sniðugt að nota sem grunn og bæta afgangi af kjúklingi og grænmeti út í.

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

einn heill kjúklingur í bitum

3 msk olía

1 laukur

1 stilkur af sellerí

1 vænn rauður chilli, skorinn smátt með fræjum og öllu.

4 hvítlauksrif

1 dl appelsínusafi

1 dl matreiðslurjómi eða sojarjómi (má sleppa)

4 msk mangóchutney

1 tsk turmerik

3 sm engiferrót, rifin niður

1 msk af límónuberki

Brúnið kjúklingabitana í olíu og setjið þá í eldfast form. Llátið laukinn, selleríið, hvítlaukrifin og chilli piparinn veltast um í nokkrar mínútur á pönnunni (ekki þrífa hana eftir kjúklinginn). Þá er turmerik kryddinu bætt út í. Bætið appelsínusafanum út í og hrærið vel saman. Þá er rjómanum bætt út í ásamt engiferrótinni.

Látið suðuna koma upp. Þá er límónubörkurinn rifinn yfir réttinn eða rétt áður en hann er borinn fram. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og eldið í 170° heitum ofni í um 40 mín.

Það er upplagt að bera fram með þessum rétti hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjabúðingur – silkimjúkur og rennur ljúflega niður

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.