Auglýsing
Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu kjúlli  engifer appelsínur
Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Engifer er gott fyrir heilsuna. Það bætir ofæmiskerfið, er vatnslosandi og styrkir ónæmiskerfið. Það er því ekki verra að setja svolítið af því út í matinn. Hér kemur uppskrift að sparilegri engifer- og appelsínusósu sem er sniðugt að nota sem grunn og bæta afgangi af kjúklingi og grænmeti út í.

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

einn heill kjúklingur í bitum

3 msk olía

1 laukur

1 stilkur af sellerí

1 vænn rauður chilli, skorinn smátt með fræjum og öllu.

4 hvítlauksrif

1 dl appelsínusafi

1 dl matreiðslurjómi eða sojarjómi (má sleppa)

4 msk mangóchutney

1 tsk turmerik

3 sm engiferrót, rifin niður

1 msk af límónuberki

Brúnið kjúklingabitana í olíu og setjið þá í eldfast form. Llátið laukinn, selleríið, hvítlaukrifin og chilli piparinn veltast um í nokkrar mínútur á pönnunni (ekki þrífa hana eftir kjúklinginn). Þá er turmerik kryddinu bætt út í. Bætið appelsínusafanum út í og hrærið vel saman. Þá er rjómanum bætt út í ásamt engiferrótinni.

Látið suðuna koma upp. Þá er límónubörkurinn rifinn yfir réttinn eða rétt áður en hann er borinn fram. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og eldið í 170° heitum ofni í um 40 mín.

Það er upplagt að bera fram með þessum rétti hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Auglýsing