Hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Hrísgrjón
Hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Þið munið aðferðina við að sjóða hrísgrjón. En stundum vill maður tilbreytingu, kókosmjólk og sítrónugras passar vel með grjónunum.

HRÍSGRJÓNKÓKOSMJÓLKSÍTRÓNUGRAS

.

Hrísgrjón soðin í kókosmjólk

1 b hrísgrjón

1 sítrónugras

kalt vatn og kókosmjólk til helminga ( ca)

Látið hrísgrjónin í pott, kljúfið sítrónugrasið í tvennt eftir endilöngu og setjið saman við. Blandið saman við vatni og kókosmjólk þannig að fljóti yfir, 1 cm yfir grjónin. Sjóðið (ekki með lokið á) þangað til mest allt lokið er gufað upp. Slökkvið þá undir og setjið lokið á, tilbúið eftir um 10 mín frá því þið setjið lokið á.

HRÍSGRJÓNKÓKOSMJÓLKSÍTRÓNUGRAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Kaffi Vöðlakot í Flóa

Vöðlakot

Kaffi Vöðlakot. Í Flóanum, rétt fyrir sunnan Selfoss, rekur Eyjólfur Eyjólfsson kaffihúsið Vöðlakot við hliðina á Íslenska bænum. Þarna er afar notaleg heimilisleg stemning í gömlu upperðu húsi. Eftir að hafa gert kaffimeðlætinu góð skil, sagði Eyjólfur okkur sögu staðarins og spilaði fyrir okkur á langspil. Þjóðlegra verður það nú varla. Endileg komið við í Vöðlakoti og njótið, aðeins fimm mínútna akstur frá Selfossi.