Kryddbrauð með sætum kartöflum

Kryddbrauð með sætum kartöflum sætar kartöflur brauð
Kryddbrauð með sætum kartöflum

Kryddbrauð með sætum kartöflum

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég farinn að nota heilhveiti mun meira í baksturinn en ég gerði áður. Brauð og tertur bakaðar úr heilhveiti eru jafngóðar en þónokkuð hollari en úr hvítu hveiti. Yummy bread stendur í matreiðslubókinni, það kemur heim og saman brauðið er yummy gott.

Kryddbrauð með sætum kartöflum BRAUÐ sætar kartöflur
Kryddbrauð með sætum kartöflum

Kryddbrauð með sætum kartöflum

1 3/4 b (heil)hveiti

3/4 b sykur

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk múskat

3/4 tsk salt

1/4 tsk allrahanda

1/4 tsk negull

2 egg

1 1/2 b sætar kartöflur – soðnar, kældar og maukaðar

1/2 b góð olía

6 msk appelsínusafi

1/2 b saxaðar pecan hnetur.

Blandið öllu saman í skál og hrærið í með sleif. Bakið í brauðformi í um klst. Látið bíða í forminu í um 15 mín áður en það er tekið úr því og skorið.

FLEIRI KRYDDBRAUÐ

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Moussaka

Moussaka

Moussaka. Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka

Fyrri færsla
Næsta færsla