Kryddbrauð með sætum kartöflum. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég farinn að nota heilhveiti mun meira í baksturinn en ég gerði áður. Brauð og tertur bakaðar úr heilhveiti eru jafngóðar en þónokkuð hollari en úr hvítu hveiti. Yummy bread stendur í matreiðslubókinni, það kemur heim og saman brauðið er yummy gott.
Kryddbrauð með sætum kartöflum
1 3/4 b (heil)hveiti
3/4 b sykur
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk múskat
3/4 tsk salt
1/4 tsk allrahanda
1/4 tsk negull
2 egg
1 1/2 b sætar kartöflur – soðnar, kældar og maukaðar
1/2 b góð olía
6 msk appelsínusafi
1/2 b saxaðar pecan hnetur.
Blandið öllu saman í skál og hrærið í með sleif. Bakið í brauðformi í um klst. Látið bíða í forminu í um 15 mín áður en það er tekið úr því og skorið.