Marengs

Marengs eggjahvítur sykur edik
Marengs

Marengs

Sem betur fer er ekki svo flókið að baka marengs – eiginlega alveg sáraeinfalt. Það eina sem þarf að hafa í huga er að bakaraofnar eru misjafnir.

.

MARENGS TERTURTÚNFISKSALATBRAUÐBAKSTUR

.

Marengsbotn

4 eggjahvítur

180 g sykur (einn bolli)

1 tsk edik

½ tsk salt

½ tsk vanilla

Þeytið vel saman hvíturnar og sykurinn, bætið við ediki, salti og vanillu. Teiknið hring á smjörpappír, leggið á bökunarplötu og dreyfið úr eggjahvítunni. Bakið við 100° í um 75 mín. Ath að bökunartíminn fer alveg eftir ofnum.

.

MARENGS TERTURTÚNFISKSALATBRAUÐBAKSTUR

— MARENGS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.