Kryddbrauð með sætum kartöflum

Kryddbrauð með sætum kartöflum sætar kartöflur brauð
Kryddbrauð með sætum kartöflum

Kryddbrauð með sætum kartöflum

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég farinn að nota heilhveiti mun meira í baksturinn en ég gerði áður. Brauð og tertur bakaðar úr heilhveiti eru jafngóðar en þónokkuð hollari en úr hvítu hveiti. Yummy bread stendur í matreiðslubókinni, það kemur heim og saman brauðið er yummy gott.

Kryddbrauð með sætum kartöflum BRAUÐ sætar kartöflur
Kryddbrauð með sætum kartöflum

Kryddbrauð með sætum kartöflum

1 3/4 b (heil)hveiti

3/4 b sykur

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk múskat

3/4 tsk salt

1/4 tsk allrahanda

1/4 tsk negull

2 egg

1 1/2 b sætar kartöflur – soðnar, kældar og maukaðar

1/2 b góð olía

6 msk appelsínusafi

1/2 b saxaðar pecan hnetur.

Blandið öllu saman í skál og hrærið í með sleif. Bakið í brauðformi í um klst. Látið bíða í forminu í um 15 mín áður en það er tekið úr því og skorið.

FLEIRI KRYDDBRAUÐ

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjasulta

Bláberjasulta. Hver elskar ekki pönnukökur með bláberjasultu og rjóma. Það er algjör óþarfi að setja hleypi í bláberjasultu. Með því að tína með óþroskuð ber (samt ekki of mikið af þeim) og sjóða með hleypur sultan betur. Svo má alltaf krydda lítið eitt, t.d. með kanil, vanillu, negul, chili eða engifer. Vatnið í uppskriftinni er til þess að berin brenni ekki við í upphafi

Svalandi rabarbaradrykkur

IMG_8742

Svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög hressandi og ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva (sem mætti nú eiginlega kalla þykkni)

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins og Jóni

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins. Heiðurshjónin Íris Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson buðu í undurgóða saffranveislu. Íris segir að persneskt eða íranskt eldhús hafi þá sérstöðu að flestallt er hægeldað.

Karrýsteikt hvítkál

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var "hrásalat" Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.

Fyrri færsla
Næsta færsla