
Marengs
Sem betur fer er ekki svo flókið að baka marengs – eiginlega alveg sáraeinfalt. Það eina sem þarf að hafa í huga er að bakaraofnar eru misjafnir.
.
— MARENGS — TERTUR — TÚNFISKSALAT — BRAUÐ — BAKSTUR —
.
Marengsbotn
4 eggjahvítur
180 g sykur (einn bolli)
1 tsk edik
½ tsk salt
½ tsk vanilla
Þeytið vel saman hvíturnar og sykurinn, bætið við ediki, salti og vanillu. Teiknið hring á smjörpappír, leggið á bökunarplötu og dreyfið úr eggjahvítunni. Bakið við 100° í um 75 mín. Ath að bökunartíminn fer alveg eftir ofnum.
.
— MARENGS — TERTUR — TÚNFISKSALAT — BRAUÐ — BAKSTUR —
.
Sæll Albert og takk fyrir frábæra síðu. Býrðu ekki til tvo botna úr þessari uppskrift? Og geturðu sagt mér hvað edikið gerir fyrir marengsinn? Ég hef aldrei sett edik. Kær kveðja, Rannveig Ása.
Sæll Albert
Er betra að hafa lyftiduft eða edik í marengs.
Kv. Linda
Já það er betra að hafa edik
Oftast fer þessi í Pavlovu og þá hef ég einn botn. Edikið gerið marengsinn bragðmeiri. Gangi þér vel í bakstrinum
líka mjög gott að setja vanilludropa út í,sérstaklega ef droparnir eru heimatilbúnir
Heldur betur – best af öllu
Sæll vertu.
Hvar í ofninum er best að baka marenginn?
Í miðjum ofni
Comments are closed.