Auglýsing
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos Oddrún, Heilsumamman, Hrákaka, hráterta terta, raw food Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka -holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um mat og matarboð allar helgar. Um daginn birtist girnileg uppskrift sem kallast Hrá súkkulaðikaka. Höfundurinn heitir Oddrún Helga og heldur úti hinni stórfínu síðu Heilsumamman.com  Oddrún segir að þessi skyndikaka sé sú vinsælasta á heimilinu og ekki dreg ég það í efa – útbjó hana fyrir vinnufélaga mína um daginn og hún hvarf eins og dögg fyrir sólu.

 HRÁTERTURTERTUR

.

Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos vínber kókos bláber döðlur hnetur
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka

1 b döðlur
1 b kókos
1 b pakanhnetur
4-5 msk kakó
smá skvetta af vanillu og himalaja salti

Leggið döðlurnar í bleyti í smástund og maukið með töfrasprota. Malið pekanhneturnar og hrærið öllu saman. Mótið kökuna með því að þrýsta henni ofan í kökumót.

Krem

5 msk kókosolía við stofuhita
5 msk hlynssýróp
5 msk kakó
örlítið af vanillu og smá himalajasalt

Blandið öllu saman, smyrjið kreminu á kökuna og kælið. Skreytið síðan með kókosflögum og litríkum berjum að eigin vali.

.

 HRÁTERTURTERTUR

— HRÁ SÚKKULAÐITERTA —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Bjó til þessa hráu súkkulaði tertu í gær í útilegu á húsbíl og hún gerði mikla lukku! Bar hana fram með smá þeyttum rjóma, banana sneiðum og bláberjum.

Comments are closed.