SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum hnetur möndlur fræ súkkulaði jóla smákökur jólaabakstur
SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

Nú er ég algjörlega að missa mig í súkkulaðinu, ofurgóða súkkulaðinu. Í þessar kökur má nota hvaða tegund af hnetum sem fólk vill, ber eða fræ. Njótið vel með kaffi eða ís eða……

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

100 g af súkkulaði

1-2 dl hnetur, möndlur, fræ, ber, rúsínur, kókosmjöl eða annað

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Saxið hneturnar, möndlurnar, berin eða það sem þið ætlið að nota. Setjið bökunarpappír á bakka. Setjið ca eina teskeið af súkkulaði fyrir hverja köku, stráið hnetum, möndlum, berjum eða annari hollustu yfir. Kælið

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.