Súkkulaðihjúpaðir ávextir

súkkulaðihjúpaðir ávextir súkkulaði
Súkkulaðihjúpaðir ávextir

 Súkkulaðihjúpaðir ávextir

Hér á bæ var boðið upp á kvöldhressingu. Eins og áður hefur komið fram er Saveurs&Nature súkkulaðið í miklu uppáhaldi. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar talað er um að hjúpa ávexti með súkkulaði eru jarðarber. En það er ekki síður gott að hjúpa ýmislegt annað. T.d. apríkósur og velta þeim upp úr kókosmjöli eða söxuðum pistasíum. Pekan hnetur, mandarínur, ferskur ananas með muldum hnetum svo má líka taka góðar kexkökur og dýfa þeim í gott súkkulaði.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.