Jarðarberja- og rabarbarakaka

rabarbari jarðarber Jarðarberja- og rabarbarakaka
Jarðarberja- og rabarbarakaka

Jarðarberja og rabarbarakaka á hvolfi

Jarðarber og rabarbari passa mjög vel saman og í raun passa flest ber vel með rabarbaranum, já og fíkjur líka. Þessi kaka er góð nýbökuð en ekki síðri daginn eftir. Það er gráupplagt að bera kökuna fram með vanilluís eða vanillurjóma.

Jarðarberja og rabarbarakaka á hvolfi.

1 b rabarbari skorinn í bita

3/4 b appelsínusafi

3 msk sykur

2 1/2 b jarðarber, skorin í sneiðar

3 egg

2/3 b góð olía

1/4 b ljós púðursykur

1 msk rifinn appelsínubörkur

2 tsk vanillu extract

1 1/2 b heilhveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt.

Blandið saman raabarbara, 1/4 b appelsínusafa og sykri og látið standa í um 10 mín. bætið þá við jarðarberunum. Hrærið saman eggjum, olíu púðursykri, appelsínuberki, vanillu, lyftidufti og salti. Blandið ávöxtunum saman við og hrærið varlega. Bakið í kringlóttu formi við 170° í um 40 mín. Látið standa í forminu í um klst áður en hún er borðuð.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)