Auglýsing
Grafinn lax og graflaxsósa. Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir þura
Grafinn lax og graflaxsósa hjá Þuríði Sigurðardóttur

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Grafinn lax og graflaxsósa Þuríðar Sigurðar

Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir bauð til veislu og var þá meðal annars með þennan grafna lax sem var hreinasta ljúfmeti.

ÞURÍÐUR SIGURÐAR LAXSÓSUR

GRAFINN LAX

1 miðlungs laxaflak, beinhreinsað
100 g gróft salt (þetta gamla)
100 g púðursykur
2 msk þurrkað dill
Hvítur pipar og svartur pipar
Fínu salti stráð yfir í lokin
Leggið flakið á álpappír. Blandið saman í skál grófu salti og sykri og nuddið blöndunni vel yfir flakið. Blandið kryddum saman og stráð jafnt yfir. Pakkið flakinu vel og þétt inn í álpappírinn.
Látið standa í kæli og snúið á 12 tíma fresti í tvö – þrjá sólarhringa.

GRAFLAXSSÓSA

150 ml mayones
100 ml sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep
1 msk SS sinnep
1 msk hunang
1 msk dill
1 tsk púðursykur
salt og pipar
sósulitur í dropatali
Sósan er löguð daginn áður en hún er notuð. Rétt áður en sósan er borin fram er hún bragðbætt með þeyttum rjóma. Skreytið með fersku dilli.

.

ÞURÍÐUR SIGURÐAR LAXSÓSUR

— GRAFINN LAX OG GRAFLAXSÓSA —

.

Auglýsing