Banana- og apríkósuísterta

mjólkurlaus, eggjalaus, ísterta, bananar, Banana- og apríkósuísterta, apríkósur
Banana- og apríkósuísterta

Banana- og apríkósuísterta. Með kaffinu var mjólkur- og eggjalaus ísterta. Annað hvort er hægt að láta tertuna bíða í 1-2 tíma í frysti strax eftir að hún er búin og bera hana svo á borð eða þá útbúa hana með góðum fyrirvara og láta hanan þiðna í 1-2 klst í ísskápnum áður en hún er borin fram. Dásamlega góð eins og fleiri hrátertur. Gaf samstarfsfólki mínu í Óperunni að smakka og ein konan sagði þetta vera bestu hrátertuna sem hún hefur smakkað – og hún veit sko alveg hvað hún syngur.

Banana- og apríkósuísterta

Botn:

6 dl valhnetur

3 dl döðlur

2/3 tsk vanilla

1/3 tsk salt

Fylling:

6 bananar

3 dl apríkósur, saxaðar

2 dl kókosolía, fljótandi

3 dl kókosmjöl

Botn: Látið valhnetur, döðlur, vanillu og salt í matvinnsluvél og maukið. Takið hringinn af tertuformi, setjið hann á tertudisk og „deigið” þar í.

Fylling: Setjið banana, apríkósur, kókosolíu og kókosmjöl í matvinnsluvél og maukið. Látið ofan á botninn og frystið í 1-2 klst. Berið kökuna fram hálffrosna.

FLEIRI HRÁTERTUR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkóskur lambapottréttur

Marokkó lamb

Marokkóskur lambapottréttur. Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. En..

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur

Brunch á Essensia - framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11-15.30. Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.

Guacamole, einfalt og fljótlegt

Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Óvænt steypiboð - Baby shower og extra góð steypiboðsterta. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar foreldrarnir tilvonandi komu inn.