Auglýsing
mjólkurlaus, eggjalaus, ísterta, bananar, Banana- og apríkósuísterta, apríkósur
Banana- og apríkósuísterta

Banana- og apríkósuísterta. Með kaffinu var mjólkur- og eggjalaus ísterta. Annað hvort er hægt að láta tertuna bíða í 1-2 tíma í frysti strax eftir að hún er búin og bera hana svo á borð eða þá útbúa hana með góðum fyrirvara og láta hanan þiðna í 1-2 klst í ísskápnum áður en hún er borin fram. Dásamlega góð eins og fleiri hrátertur. Gaf samstarfsfólki mínu í Óperunni að smakka og ein konan sagði þetta vera bestu hrátertuna sem hún hefur smakkað – og hún veit sko alveg hvað hún syngur.

Banana- og apríkósuísterta

Botn:

6 dl valhnetur

3 dl döðlur

2/3 tsk vanilla

1/3 tsk salt

Fylling:

6 bananar

3 dl apríkósur, saxaðar

2 dl kókosolía, fljótandi

3 dl kókosmjöl

Botn: Látið valhnetur, döðlur, vanillu og salt í matvinnsluvél og maukið. Takið hringinn af tertuformi, setjið hann á tertudisk og „deigið” þar í.

Fylling: Setjið banana, apríkósur, kókosolíu og kókosmjöl í matvinnsluvél og maukið. Látið ofan á botninn og frystið í 1-2 klst. Berið kökuna fram hálffrosna.

FLEIRI HRÁTERTUR

Auglýsing