Sítrónubaka Steinunnar

Sítrónubaka Steinunn

Sítrónubaka Steinunnar. Mikið óskaplega eru GÓÐAR sítrónubökur GÓÐAR. Steinunn bauð í mat á dögunum og hafði í eftirrétt sítrónuböku sem prúðbúnir veislugestir dásömuðu með tilheyrandi …hljóðum og fallegum lýsingarorðum.

Sítrónubaka Steinunnar

Botn:
180 g hveiti

90 g sykur

90 g lint smjör

1/3 tsk salt

3 eggjarauður

1 eggja hvíta til að pensla

Sítrónu fylling:

3-4 sítrónur

275 g sykur

4 egg

300 g smjör (bráðið)

Botn: Blandið saman hveiti, sykri og salti,  bætið við smjöri – blandið saman þannig að smjörið blandist jafnt í hveitið. Bætið eggjarauðum við og hnoðið deigið saman. Kælið.

Hitið ofninn í 190C . Fletjið út deigið með bökunarpappír yfir og undir. Setja deigið í ca. 22 cm bökuform (má gjarnan kæla aftur). Setjið inn í ofn með bökunarpappír með þurrkuðum baunum ofaná til að koma í veg fyrir að deigið bólgni.
Bakið í 15 mínútur – takið bökuna út og hendið pappír og baunum burt – penslið með eggjahvítu og setjið aftur í ofn í aðrar 8 mínútur .

Fylling:  rífið börkinn af 3-4 sítrónum, blandið saman við 225g sykur – þeytið eggjum saman við.  Bætið við safa úr  3-4 sítrónum.
Setjið skálina yfir pott  af sjóðandi vatni ( gæta þess að skálin snerta ekki vatnið) . Hrærið varlega en stöðugt þar til blandan þykknar um 20 mínútur. Látið kólna í 10 mínútur áður en smjörinu er hrært saman við þar til fyllingin verður silkimjúk. Setjið í formið og látið kólna í ísskáp áður en bakan er borin fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01720Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Hafrakex Ingveldar G. Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.