Sörur

 

Sarah Bernhardt Sörur frönsk leikkona Holland fyrstu sörurnar
Sörur

Sörur

Þegar ég er í sérstaklega miklu jólabakstursstuði þá tekur mig þrjá daga að útbúa Sörurnar, fyrsta daginn eru botnarnir bakaðir og frystir. Þann næsta útbý ég kremið og set á botnana og frysti og þriðja daginn er þeim dýft í súkkulaðið – en þetta er eflaust einhver bilun. Satt best að segja er alveg nauðsynlegt kökurnar séu munnbitastórar, frekar slæmt að þurfa að bíta í kökuna og kremið frussast í allar áttir. Annars var Sarah Bernhardt (1844-1923) sem Sörurnar eru kenndar við, frönsk leikkona – ekki er vitað til þess að hún hafi sjálf bakað kökurnar frægu en eflaust hefur hún smakkað þær. Fyrstu Sörurnar munu hafa verið bakaðar í Hollandi seint á nítjándu öld.

🎅🏽

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLINFRAKKLANDHOLLAND

🎅🏽

Sörur

Botn:
5 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
400 g möndlumjöl

Krem:
3/4 dl sykur
1 1/2 dl vatn
5 eggjarauður
300 g smjör
1 msk kakó
1 1/2 tsk Neskaffiduft
1/3 tsk salt

Súkkulaðihjúpur:
250 g dökkt gott súkkulaði

Botn:  Þeytið mjög vel eggjahvítur og flórsykur, setjið möndlumjöl varlega út í. Passið að deigið sé ekki of blautt. Sleifin þarf að standa sjálf. Ef deigið verður of blautt þarf að bíða, að stífnar við að standa. Setjið á plötu með teskeið, hafið kökurnar litlar, ca 1/2 – 2/3 tsk passlegt í eina köku. Bakið við 180° í 7-10 mín. Kælið kökurnar vel eða frystið áður en kremið fer á þær.

Krem: Sjóðið saman sykkur og vatn í um 10 mín, kælið. Þeytið eggjarauður og hellið sykurvatninu saman við í mjórri bunu. Bætið við smjöri, kakói, Neskaffi og salti. Setjið kremið í rjómasprautu með engum stút á, sprautið á kökurnar og kælið vel eða frystið.

Súkkulaðihjúpur: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og dýfið kökunum í og hyljið kremið en ekki botninn. Geymið kökurnar í kæli eða frysti.

SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIR

.

Sörur
Sörur

🎅🏽

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRFRAKKLANDHOLLAND

— SÖRUR —

🎅🏽

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.