Sörur

 

Sarah Bernhardt Sörur frönsk leikkona Holland fyrstu sörurnar
Sörur

Sörur

Þegar ég er í sérstaklega miklu jólabakstursstuði þá tekur mig þrjá daga að útbúa Sörurnar, fyrsta daginn eru botnarnir bakaðir og frystir. Þann næsta útbý ég kremið og set á botnana og frysti og þriðja daginn er þeim dýft í súkkulaðið – en þetta er eflaust einhver bilun. Satt best að segja er alveg nauðsynlegt kökurnar séu munnbitastórar, frekar slæmt að þurfa að bíta í kökuna og kremið frussast í allar áttir. Annars var Sarah Bernhardt (1844-1923) sem Sörurnar eru kenndar við, frönsk leikkona – ekki er vitað til þess að hún hafi sjálf bakað kökurnar frægu en eflaust hefur hún smakkað þær. Fyrstu Sörurnar munu hafa verið bakaðar í Hollandi seint á nítjándu öld.

🎅🏽

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLINFRAKKLANDHOLLAND

🎅🏽

Sörur

Botn:
5 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
400 g möndlumjöl

Krem:
3/4 dl sykur
1 1/2 dl vatn
5 eggjarauður
300 g smjör
1 msk kakó
1 1/2 tsk Neskaffiduft
1/3 tsk salt

Súkkulaðihjúpur:
250 g dökkt gott súkkulaði

Botn:  Þeytið mjög vel eggjahvítur og flórsykur, setjið möndlumjöl varlega út í. Passið að deigið sé ekki of blautt. Sleifin þarf að standa sjálf. Ef deigið verður of blautt þarf að bíða, að stífnar við að standa. Setjið á plötu með teskeið, hafið kökurnar litlar, ca 1/2 – 2/3 tsk passlegt í eina köku. Bakið við 180° í 7-10 mín. Kælið kökurnar vel eða frystið áður en kremið fer á þær.

Krem: Sjóðið saman sykkur og vatn í um 10 mín, kælið. Þeytið eggjarauður og hellið sykurvatninu saman við í mjórri bunu. Bætið við smjöri, kakói, Neskaffi og salti. Setjið kremið í rjómasprautu með engum stút á, sprautið á kökurnar og kælið vel eða frystið.

Súkkulaðihjúpur: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og dýfið kökunum í og hyljið kremið en ekki botninn. Geymið kökurnar í kæli eða frysti.

SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIR

.

Sörur
Sörur

🎅🏽

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRFRAKKLANDHOLLAND

— SÖRUR —

🎅🏽

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.

Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað. Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað" segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.

Súpur – fyrirlestur og dansæfing

Súpur - fyrirlestur og dansæfing. Þau eru mörg skemmtileg verkefnin og ólík. Á dögunum elduðum við súpur á Hallveigarstöðum fyrir formenn allra héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands. Á meðan ég hrærði í súpupottunum tók Bergþór nokkur dansspor sem hann er að læra fyrir keppnina Allir geta dansað, en keppnin byrjar 11. mars á Stöð 2. Eftir súpuna fengu konurnar sér kaffisopa og franska súkkulaðitertu með. Þá spjölluðum við Bergþór við þær um eitt og annað og í lokin var sungið saman.