Rósettur með rjómasalati

Rósettur, Jóhanna Sigfúsdóttir, Reyðarfjörður, rjómasalat, kvenfélag reyðarfjarðar
Rósettur með rjómasalati

Rósettur með rjómasalati.

Jóhanna Sigfúsdóttir kom með rósettur á fund Kvenfélagsins á Reyðarfirði. Rósettur þóttu mér alveg óskaplega góðar í æsku en hef nú eiginlega ekki smakkað þær í áratugi. Rósetturnar tengi ég við fermingarveislur þar sem haft var rjómasalat með perum, gráfíkjum og súkkulaði.

REYÐARFJÖRÐURKVENFÉLÖGFERMINGPERURGRÁFÍKUR

.

Rósettujárn

Rósettur með rjómasalati

125 g hveiti
1 egg
1/2 tsk salt
1/2 dl pilsner eða bjór
2 dl mjólk
Blandið öllu saman og látið bíða í amk klukkustund áður en bakað er. Dýfið járninu í deigið og síðan beint í vel heita plöntufeiti eða tólg. Berið fram með með rjómasalati með þeyttum rjóma, súkkulaði, (niðursoðnum) perum og gráfíkjum.

Rósetturnar voru á boðstólnum ásamt fleira góðgæti á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar.

Kvenfélag Reyðarfjarðar
Á fundi með kvenfélagskonum á Reyðarfirði

.

REYÐARFJÖRÐURKVENFÉLÖGFERMINGPERURGRÁFÍKUR

— RÓSETTUR MEÐ RJÓMASALATI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk. Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engiferi mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.