Auglýsing
Rósettur, Jóhanna Sigfúsdóttir, Reyðarfjörður, rjómasalat, kvenfélag reyðarfjarðar
Rósettur með rjómasalati

Rósettur með rjómasalati.

Jóhanna Sigfúsdóttir kom með rósettur á fund Kvenfélagsins á Reyðarfirði. Rósettur þóttu mér alveg óskaplega góðar í æsku en hef nú eiginlega ekki smakkað þær í áratugi. Rósetturnar tengi ég við fermingarveislur þar sem haft var rjómasalat með perum, gráfíkjum og súkkulaði.

REYÐARFJÖRÐURKVENFÉLÖGFERMINGPERURGRÁFÍKUR

.

Rósettujárn

Rósettur með rjómasalati

125 g hveiti
1 egg
1/2 tsk salt
1/2 dl pilsner eða bjór
2 dl mjólk
Blandið öllu saman og látið bíða í amk klukkustund áður en bakað er. Dýfið járninu í deigið og síðan beint í vel heita plöntufeiti eða tólg. Berið fram með með rjómasalati með þeyttum rjóma, súkkulaði, (niðursoðnum) perum og gráfíkjum.

Rósetturnar voru á boðstólnum ásamt fleira góðgæti á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar.

Kvenfélag Reyðarfjarðar
Á fundi með kvenfélagskonum á Reyðarfirði

.

REYÐARFJÖRÐURKVENFÉLÖGFERMINGPERURGRÁFÍKUR

— RÓSETTUR MEÐ RJÓMASALATI —

.

Auglýsing