Krækiberja- og bláberjahlaup

Krækiberja- og bláberjahlaup krækiberjahlaup krækiber bláber sulta Páll bergþórsson
Krækiberja- og bláberjahlaup

Krækiberja- og bláberjahlaup

Í haust kreistum við mikið af berjum, settum safann í klakapoka og frystum. Þetta er hentugt að eiga t.d. í búst drykki. Einnig má sjóða hlaup hvenær sem er. Ef lítið er gert í einu má hafa sykurmagnið minna en ella, því að hlaupið þarf ekki að geymast eins lengi, ef hægt er að sjóða nokkrum sinnum yfir veturinn.

KRÆKIBERSÓLBERSULTUR — BLÁBER — SUMAR… — RIFSBERÍSLENSKT

.

Krækiberja- og bláberjahlaup

1,5 l berjasaft

700 g sykur

1/3 tsk salt

2 kanelstangir

1-2 msk negull (gjarnan í lítinn taupoka sem bundið er fyrir)

2 vanillustangir eða 2 msk vanillu-extrakt

1 poki Melatin hleypir (blár)

Saft, sykur salt og krydd sett í pott og hitað saman. Þegar suðan kemur upp, er hleypinum stráð út í og þeytt um leið með píski. Látið bullsjóða í eina mínútu og þeytið áfram með pískinum. Hellt í tandurhreina könnu og hellt úr henni í krukkur sem hafa verið soðnar og hafa beðið rólegar í vaskinum eftir innihaldinu. Lokað strax og kælt.

Jólaglaðningurinn í ár var nýbakað Steinaldarbrauð, ekta gott franskt súkkulaði og krækiberja- og bláberjahlaup. Hér var vaknað fyrir allar aldir á aðfangadagsmorgun til að baka og svo voru „pakkarnir“ keyrðir út. Krúttlegt efni klippt í hringi og sett á lokið með teygju eða borða.

Ef bláber og krækiber kremjið þið
og komið þeim saman í pott
með kanel og negul og vanillu við,
þá verður það hollt og flott.
Það eykur á jólanna fegurð og frið
að fá sér í munninn gott.

höf: Páll Bergþórsson

KRÆKIBERSÓLBERSULTUR — BLÁBER — SUMAR… — RIFSBERÍSLENSKT

— KRÆKIBERJA- OG BLÁBERJAHLAUP —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.