Makkarónuterta Margrétar

Makkarónukaka, Margrét Eggertsdóttir, makkarónur, eftirréttur, rjómi, toblerone, sérrý
Makkarónuterta Margrétar Eggertsdóttur

Makkarónuterta Margrétar Eggertsdóttur

Ókrýnd tertudrottning Íslands, Margrét Eggertsdóttir, altsöngkona, hefur áður verið nefnd á þessari síðu. Hún dreifði uppskriftum ekki endilega um allar jarðir. Hugsanlega var það vegna þess að hún átti erfitt með að gefa upp hlutföll sem voru byggð á tilfinningu, aðrir höfðu kannski ekki töfrakokkatilfinninguna hennar og réttirnir áttu til að verða öðruvísi en fullkomnir og jafnvel ekki eins og hún vildi sérstaklega kenna sig við. Því bauðst hún oft til að baka fyrir fólk og sagðist gera það með vinstri hendinni og hinni út um gluggann. Það voru víst orð að sönnu, hún virtist ekkert hafa fyrir því að galdra fram rétti og tertur sem fólk féll í stafi yfir 🙂 Bergþór var samt nokkuð laginn við að biðja hana um að setja á blað svona sirka hvað hún gerði. Hér er makkarónueftirréttur, sem flestir átu yfir sig af. Svona skrifaði hún þetta upp og einhvern veginn ískrar alltaf húmorinn í gegn, ekki spara neitt voða mikið, les: MIKIÐ, Vel af rjóma, les: MIKIÐ:
Sulla góðu sérrí á rúsínur (ekki spara það neitt voðalega mikið). Mylja makkarónur út í
Brytja suðusúkkulaði, Toblerone (ekki smátt) og perur úr dós og blanda saman við.  Vel af rjóma yfir.

Þetta gengur víst ekki alveg í nútímanum, nú viljum við hafa málin nákvæm og orðalagið aðeins öðruvísi. Þó Margrét vinkona mín, sem ég hitti að vísu bara einu sinni, hafi notað niðursoðnar perur þá held ég að hún fyrirgefi mér þó ég hafi ferskar hér. Makkarónuterta fær að heita áfram makkarónuterta 🙂 og verður að sjálfsögðu kennd við Margréti

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIRMAKKARÓNUKÖKURPERURSÉRRÝ

.

Makkarónuterta Margrétar
Makkarónuterta Margrétar

Makkarónuterta Margrétar

1 1/2  dl sérrý

1 dl rúsínur

1 b makkarónur, muldar gróft

1/2 b Toblerone, brytjað gróft

3 ferskar perur, flysjaðar og skornar frekar gróft.

1/2 l rjómi.

Hellið sérrýinu yfir rúsínurnar og látið bíða í amk 3-4 klst. Bætið við makkarónum, súkkulaði og perum og blandið vel saman. Þeytið rjómann og setjið yfir. Skreytið með rifnu súkkulaði.

Þið megið gjarnan deila þessari dásemdar uppskrift Margrétar á Facebókinni, Pinterest og víðar.

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIRMAKKARÓNUKÖKURPERURSÉRRÝ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Fermingarveislur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Sumir eru uppteknir af því að hafa sem flestar tegundir og telja með því að veislan verði glæsilegri. Öllu ánægjulegra er að smakka fáar tegundir og góðar. Oft gengur fólki illa að áætla magn fyrir hvern gest, hver kannast t.d. ekki við að hafa séð á Facebókinni að afgangarnir hafi verið svo miklir að auðvelt væri að slá upp annarri veislu.