Auglýsing
Krækiberja- og bláberjahlaup krækiberjahlaup krækiber bláber sulta Páll bergþórsson
Krækiberja- og bláberjahlaup

Krækiberja- og bláberjahlaup

Í haust kreistum við mikið af berjum, settum safann í klakapoka og frystum. Þetta er hentugt að eiga t.d. í búst drykki. Einnig má sjóða hlaup hvenær sem er. Ef lítið er gert í einu má hafa sykurmagnið minna en ella, því að hlaupið þarf ekki að geymast eins lengi, ef hægt er að sjóða nokkrum sinnum yfir veturinn.

KRÆKIBERSÓLBERSULTUR — BLÁBER — SUMAR… — RIFSBERÍSLENSKT

.

Krækiberja- og bláberjahlaup

1,5 l berjasaft

700 g sykur

1/3 tsk salt

2 kanelstangir

1-2 msk negull (gjarnan í lítinn taupoka sem bundið er fyrir)

2 vanillustangir eða 2 msk vanillu-extrakt

1 poki Melatin hleypir (blár)

Saft, sykur salt og krydd sett í pott og hitað saman. Þegar suðan kemur upp, er hleypinum stráð út í og þeytt um leið með píski. Látið bullsjóða í eina mínútu og þeytið áfram með pískinum. Hellt í tandurhreina könnu og hellt úr henni í krukkur sem hafa verið soðnar og hafa beðið rólegar í vaskinum eftir innihaldinu. Lokað strax og kælt.

Jólaglaðningurinn í ár var nýbakað Steinaldarbrauð, ekta gott franskt súkkulaði og krækiberja- og bláberjahlaup. Hér var vaknað fyrir allar aldir á aðfangadagsmorgun til að baka og svo voru „pakkarnir“ keyrðir út. Krúttlegt efni klippt í hringi og sett á lokið með teygju eða borða.

Ef bláber og krækiber kremjið þið
og komið þeim saman í pott
með kanel og negul og vanillu við,
þá verður það hollt og flott.
Það eykur á jólanna fegurð og frið
að fá sér í munninn gott.

höf: Páll Bergþórsson

KRÆKIBERSÓLBERSULTUR — BLÁBER — SUMAR… — RIFSBERÍSLENSKT

— KRÆKIBERJA- OG BLÁBERJAHLAUP —

Auglýsing