Auglýsing
Rikka hnetusteik sveppasósa Friðrika Hjördís Geirsdóttir
Sveppasósa með hnetusteik

Sveppasósa með hnetusteik

Ef til vill finnst sumum þessi sósa framandi en trúið mér, hún er mjöööög góð. Hlutföllin eru alls ekki heilög. Sjálfur er ég hrifinn af sveppum og nota stundum meira af þeim en er í þessari uppskrift. Hér er uppskrift af afar góðri hnetusteik og rauðkál og sykurbrúnaðar kartöflur með.

Sveppasósa með hnetusteik

1 1/2 b niðursneiddir sveppir

2 b grænmeti, t.d.gulrætur, sellerí, lauk,

5 msk góð olía

2 hvítlauksrif, söxuð

2-3 msk villisveppir, saxaðir

1 tsk estragon

1 tsk timian

grænmetiskraftur

salt og pipar

1/2 b kókosmjólk

2-3 msk sérrý

sósulitur ef þarf

Steikið sveppi á pönnu í olíu, bætið við grænmetinu og villisveppunum. Kryddið. bætið við kókosmjólk og sérrýi og sjóðið í um 10 mín.

Maukið í blandara eða með töfrasprota. Þykktin á sósunni ákvarðast af magni kókosmjólkurinnar, þannig að nauðsynlegt er að fylgjast vel með þegar hún er sett út í.

Auglýsing