Kanilsnúðar

Kanilsnúðar – vegan snúðar kanill kanilsykur
Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe’s Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.

SNÚÐARVEGANSNÚÐAKAKA

.

Kanilsnúðar

Deig:

1 b sojamjólk

1/2 b + 1 msk sykur

1/2 tsk salt

8 msk vegan smjörlíki

1 tsk vanilla

1/4 b vatn,

40°C 1 msk þurrger

4 1/2 b hveiti

Hitið mjólkina ásamt sykri, salti og smjörlíki við lágan hita, þar til smjörlíkið er bráðið. Takið af hitanum og bætið vanillu í. Látið kólna þar til það er þægilega heitt fyrir fingur. Setjið vatn, sykur og ger í glas. Hrærið saman í nokkrar sekúndur og látið svo bíða í 10 mín. Blandan ætti að verða tvöföld. Ef ekki, er best að byrja upp á nýtt með blönduna, annað hvort er vatnið of heitt, eða gerið ekki í lagi. Blandið nú mjólkurblöndu saman við gerblönduna í hrærivélinni og þeytið í 2 mín. Bætið út í 2 1/2 b hveiti. Hrærið í 2 mín, bætið nú við 2 b hveiti. Hrærið 1 mín. Setjið deigið á hveitistráð undirlag. Deigið á að vera frekar blautt – hnoðið 2 mín. í höndum. Sprautið bökunar-sprayi í skál og setjið deigið í með plastfilmu ofan á. Látið hefast í 1 1/2 klst. – deigið á að tvöfaldast. Sláið deigið niður og látið sitja á hveitistráðu undirlagi í 10 mín.

Fylling:

3/4 b púðursykur

2 msk sykur

1 1/2 tsk kanill

2 1/2 msk vegan smjörlíki, bráðið

3/4 b rúsínur

Blandið púðursykri, sykri og kanil saman í lítilli skál. Fletjið deigið út u.þ.b. 30×50 cm. Penslið það með smjörlíkinu, stráið kanilblöndunni yfir og síðast rúsínunum. Rúllið deigið upp frá langa endanum. Með sárið niður, skerið í 12 sneiðar og setjið í smurt form, u.þ.b. 20-30 cm. Setjið plastfilmu yfir og látið hefast í u.þ.b. 1 klst. á hlýjum stað, eða setjið í ísskáp og bakið daginn eftir. Bakið við 190°C í 20 mín. Kælið í 10 mín. áður en glassúrinn er settur á. Glassúr: 1 b flórsykur 2 msk vatn Þeytið flórsykur og vatn með píski þar til mjúkt. Hellið yfir heita kanilsnúðana.

SNÚÐARVEGANSNÚÐAKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.