Kanilsnúðar

Kanilsnúðar – vegan snúðar kanill kanilsykur
Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe’s Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.

SNÚÐARVEGANSNÚÐAKAKA

.

Kanilsnúðar

Deig:

1 b sojamjólk

1/2 b + 1 msk sykur

1/2 tsk salt

8 msk vegan smjörlíki

1 tsk vanilla

1/4 b vatn,

40°C 1 msk þurrger

4 1/2 b hveiti

Hitið mjólkina ásamt sykri, salti og smjörlíki við lágan hita, þar til smjörlíkið er bráðið. Takið af hitanum og bætið vanillu í. Látið kólna þar til það er þægilega heitt fyrir fingur. Setjið vatn, sykur og ger í glas. Hrærið saman í nokkrar sekúndur og látið svo bíða í 10 mín. Blandan ætti að verða tvöföld. Ef ekki, er best að byrja upp á nýtt með blönduna, annað hvort er vatnið of heitt, eða gerið ekki í lagi. Blandið nú mjólkurblöndu saman við gerblönduna í hrærivélinni og þeytið í 2 mín. Bætið út í 2 1/2 b hveiti. Hrærið í 2 mín, bætið nú við 2 b hveiti. Hrærið 1 mín. Setjið deigið á hveitistráð undirlag. Deigið á að vera frekar blautt – hnoðið 2 mín. í höndum. Sprautið bökunar-sprayi í skál og setjið deigið í með plastfilmu ofan á. Látið hefast í 1 1/2 klst. – deigið á að tvöfaldast. Sláið deigið niður og látið sitja á hveitistráðu undirlagi í 10 mín.

Fylling:

3/4 b púðursykur

2 msk sykur

1 1/2 tsk kanill

2 1/2 msk vegan smjörlíki, bráðið

3/4 b rúsínur

Blandið púðursykri, sykri og kanil saman í lítilli skál. Fletjið deigið út u.þ.b. 30×50 cm. Penslið það með smjörlíkinu, stráið kanilblöndunni yfir og síðast rúsínunum. Rúllið deigið upp frá langa endanum. Með sárið niður, skerið í 12 sneiðar og setjið í smurt form, u.þ.b. 20-30 cm. Setjið plastfilmu yfir og látið hefast í u.þ.b. 1 klst. á hlýjum stað, eða setjið í ísskáp og bakið daginn eftir. Bakið við 190°C í 20 mín. Kælið í 10 mín. áður en glassúrinn er settur á. Glassúr: 1 b flórsykur 2 msk vatn Þeytið flórsykur og vatn með píski þar til mjúkt. Hellið yfir heita kanilsnúðana.

SNÚÐARVEGANSNÚÐAKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.