Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð sveskjur fíkjur gráfíkur kókosmjöl hráterta raw food kaka cake
Sveskju- og fíkjutertan er bæði ljúf og bragðgóð

Sveskju- og fíkjuterta

Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í.

  • kona hringdi og bað mig að skýra betur út hvað ég ætti við með góðu dökku súkkulaði og góðri matarolíu. Sjálfur er ég hrifinn af um 70% dökku súkkulaði en ekki of sætu. Gjarnan nota ég 70% Síríus, Saveurs & Nature eða Green and Black´s. Í hráfæði nota ég alltaf extra virgin ólífuolíu.

HRÁTERTURSVESKURFÍKJUR

.

Sveskju- og fíkjuterta

2 dl fíkjur (leggið í bleyti ef þarf)
2 dl  sveskjur
2 dl valhnetur
1 banani
2 dl kókosmjöl
safi úr 1/3 sítrónu
1/2 tsk vanillu extract – eða 1 tsk vanillusykur
1/3 tsk salt
2 msk kókosolía – fljótandi
1 msk góð matarolía
1 msk vatn

Saxið frekar smátt fíkjur, sveskjur, valhnetur og banana og setjið í skál – eða setjið í matvinnsluvél. Bætið út í kókosmjöli sítrónusafa, vanillu og salti. Blandið saman kókosolíu, matarolíu og vatni og setjið út í og hrærið vel saman. Látið í form, þjappið vel og kælið

krem:
150 g gott dökkt súkkulaði
1-2 msk góð matarolía

Bræðið saman við lágan hita og hellið yfir kökuna.

Best finnst mér að setja kringlótt form beint á tertudisk, „deigið” ofan í og kremið á. Síðan er hún látin standa í nokkrar klst í ísskáp. Þá er heitum hníf rennt meðfram kökunni, formið tekið utan og voilà – dásamleg terta tilbúin

– – FLEIRI HRÁTERTUR

.

— SVESKJU- OG FÍKJUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mjólkuróþol eða ADHD ?

MJÓLKURÓÞOL EÐA ADHD? Áhugaverð saga móður um breytingarnar sem urðu á dóttur hennar þegar hún hætti að fá mjólk og mjólkurvörur. Matur er undirstaða alls, hollur góður matur sem hentar hverjum og einum. Gleymum því ekki að við erum ólík.

Fyrri færsla
Næsta færsla