Auglýsing
Vatnsdeigsbollur í bókinni Við matreiðum Við matreiðum Vatnsdeigsbollur bollur vatnsdeig bolludagsbollur bolludagur
Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur Bergþórs

Bergþór segist vera með aðferð við vatnsdeigsbollur sem klikkar ekki. Gefum honum orðið:

„Uppskriftin er þessi gamla góða úr bókinni Við matreiðum, en lengi vel vissi ég aldrei hvort bollurnar myndu heppnast eða falla, þar til ég komst niður á þessa aðferð. Og svo hætti ég að snobba með smjörið, þetta er nú bara einu sinni á ári.”

BOLLUDAGURBOLLURSPRENGIDAGURVIÐ MATREIÐUM

.

Vatnsdeigsbollur með sultu, rjóma og súkkulaði yfir

Vatnsdeigsbollur

80 g smjörlíki

2 dl vatn

1 bolli hveiti

1/4 tsk salt

3 egg

Hitið ofn í 200°C. Sjóðið vatn og smjörlíki saman. Sigtið allt hveitið út í í einu og hrærið hratt með sleif. Þá þykknar undir eins og fljótlega verður það svo stíft að það stendur sjálft. Ææ, þetta var nú klaufalega orðað, en ég læt það standa (!) svona fyrir skemmtigildið. Stráið salti yfir.

Þeytið nú eggin mjög vel. Setjið hveitibolluna út í eggin með skeið, en þeytið áfram á meðan.

Deiginu sprautað á ofnplötu

Í þetta skiptið sprautaði ég deiginu á ofnplötu, u.þ.b. 15 stk., en ég mæli frekar með því að nota tvær skeiðar, til að þær verði ekki of háar (og þ.a.l. valtar). Ofnar eru misjafnir, gamli ofninn 35 mín., nýi ofninn 23 mín.

Það er auðvitað algjört smekksatriði hvað sett er á bollurnar. Best er að setja út í rjómann nammi sem manni finnst gott og smakka þar til nóg er komið. Núna setti ég vel af vanillusykri út í rjómann og ýmislegt sem var til uppi í skáp, reif marsipan og saxaði niður salthnetur og Sirius súkkulaði með saltkaramellu. Ég setti smá sultu undir í nokkrar bollur, en mér finnst það svolítið væmið, þótt sumum finnist það lykilatriði.

Súkkulaði var brætt ofan á og smá rjómi hrærður saman við. Karamella er ekki síðri, en þá er 1 dl sykur bræddur pönnu ásamt 1 tsk af smjör. Þegar sykurinn er farinn að brúnast er bætt við 2-3 msk af rjóma. Fyrst hleypur allt í kekki sem leysast upp eftir stutta stund. Bætið við meiri rjóma ef ykkur finnst karamellan of þykk.

Það er í raun algjört rugl að horfa á fólk reyna að bíta í rjómabollur, þó að það sé bráðskemmtilegt. Ég sé hins vegar ekkert á móti því að bera fram helminginn, með rjóma ofan á, eða því sem hugurinn girnist. Þá eru a.m.k. minni líkur á að maður sé með rjóma uppi í nefi án þess að vita af því.

Vatnsdeigsbollur Við matreiðum
Vatnsdeigsbollur í bókinni Við matreiðum

.

BOLLUDAGURBOLLURSPRENGIDAGUR

— VATNSDEIGSBOLLUR BERGÞÓRS —

.

Auglýsing