Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur bergþór pálsson karrýtómat tómatkarrý karrý tómatsósa rjómi kjúklingur kjúlli í ofni
Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur. Klárlega einn besti kjúklingarétturinn

Karrýtómatkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn. Þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Við útbjuggum tvöfalda uppskrift, settum í tvö form. Í annan réttinn fór kókosmjólk en rjómi í hinn. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni. Það má nota allsskonar grænmeti: blómkál, spergilkál, gulrætur, rófur, sætar kartöflur, sellerý, hvítkál…….

— KJÚKLINGURKARRÝGARÐAR THÓRBERTA DRÖFNBERGÞÓR

.

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur góður kjúklingaréttur í ofni Sætabrauðsdrengirnir Berta Dröfn Aðalheiður Þorsteinsdóttir Fáskrúðsfjörður Jóna Kristín
Garðar Thór, Aðalheiður, Albert, Berta Dröfn og Bergþór

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

6 kjúklingalæri

1 laukur – saxaður

3 msk góð olía

2 msk gott karrý

2 bollar ferskt grænmeti – skorið í bita

1 bolli kartöflur í bitum

1 1/2 b tómatsósa

1/4 peli rjómi ( eða kókosmjólk)

Brúnið kjúklingalæri í olíu og setjið í eldfast form. Brúnið laukinn í sömu olíu og slökkvið undir pönnunni. Bætið út í grænmetinu, kryddinu og tómatsósunni. Hrærið í og setjið yfir kjúklingalærin. Eldið í 175° heitum ofni í um 30 mín. Bætið þá rjómanum saman við og eldið áfram í um 15 mín.

Berið fram með salati og hrísgrjónum.

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur tómatsósa karrý rjómi kjúlli kjúklingur einfaldur matur einfalt fljótlegt
Tómatsósa, karrý og grænmeti

.

— KJÚKLINGURKARRÝGARÐAR THÓRBERTA DRÖFNBERGÞÓR

— TÓMATKARRÝKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð

Bananabrauð. Ilmurinn af nýbökuðu bananabrauði fyllir vitin, brauðið rennur ljúflega niður með góðu hollu viðbiti. Best er að nota vel þroskaða banana. Einfalt og gott brauð - bökum og bökum :)