Auglýsing
Döðluterta, Döðlukaka jarðarberjarjómi, föstudagskaffið, eldhúsperlur björk jónsdóttir söngkona jarðarber rjómi kaka terta kaffimeðlæti mjög góð
Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Jæja gott fólk, í dag er kjörið að baka döðlutertu með jarðarberjarjóma og bjóða í kaffi. Það er einhver óútskýrð stemning yfir jarðarberjum úr dós. Súpergóð terta sem allir munu elska. Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið í vinnunni fyrir skömmu. #þaðerekkinokkurleiðaðhættaaðborðaþessatertu

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

🌼

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðlubotnar:

4 egg
200 g púðursykur
200 g döðlur
100 g saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar
125 g hveiti
1/3 tsk salt

Aðferð: Ofn hitaður í 180° með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn.

Saxið döðlur og súkkulaði smátt og blandið ca 1 tsk af hveitinu saman við. Þeytið egg og púðursykur vel þar til ljóst og létt. Blandið hveiti saman við með sleif og því næst döðlunum, salti og súkkulaðinu. Hellið í tvö form og bakið í 15-20 mínútur.

Á milli:
4 dl rjómi
1 stór dós jarðarber

Leggið annan botninn á kökudisk. Opnið jarðarberjadósina og hellið 4-5 msk af safanum jafnt yfir báða botnana. Hellið jarðarberjunum í sigti og stappið þau gróflega með gaffli. Þeytið rjómann og blandið jarðarberjunum svo saman við. Dreifið jarðarberjarjómanum jafnt yfir annan botninn og leggið hinn botninn yfir.

Ofan á:
150 g dökkt suðusúkkulaði
2 msk smjör
2 msk rjómi
1 msk sýróp
1/2 tsk salt

Bræðið allt saman í potti við vægan hita. Kælið aðeins og hellið svo yfir. Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni. Geymið tertuna í ísskáp í a.m.k 2-3 klst áður en hún er borin fram. Leyfið henni svo að standa við stofuhita í ca. 30 mínútur áður en hún er skorin.

Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið fyrir skömmu: “mig minnir að uppskriftin sé af hinni ágætu síðu eldhúsperlur.is

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

— DÖÐLUTERTA MEÐ JARÐARBERJARJÓMA —

🌼

Auglýsing