Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta, Döðlukaka jarðarberjarjómi, föstudagskaffið, eldhúsperlur björk jónsdóttir söngkona jarðarber rjómi kaka terta kaffimeðlæti mjög góð
Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Jæja gott fólk, í dag er kjörið að baka döðlutertu með jarðarberjarjóma og bjóða í kaffi. Það er einhver óútskýrð stemning yfir jarðarberjum úr dós. Súpergóð terta sem allir munu elska. Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið í vinnunni fyrir skömmu. #þaðerekkinokkurleiðaðhættaaðborðaþessatertu

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

🌼

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðlubotnar:

4 egg
200 g púðursykur
200 g döðlur
100 g saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar
125 g hveiti
1/3 tsk salt

Aðferð: Ofn hitaður í 180° með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn.

Saxið döðlur og súkkulaði smátt og blandið ca 1 tsk af hveitinu saman við. Þeytið egg og púðursykur vel þar til ljóst og létt. Blandið hveiti saman við með sleif og því næst döðlunum, salti og súkkulaðinu. Hellið í tvö form og bakið í 15-20 mínútur.

Á milli:
4 dl rjómi
1 stór dós jarðarber

Leggið annan botninn á kökudisk. Opnið jarðarberjadósina og hellið 4-5 msk af safanum jafnt yfir báða botnana. Hellið jarðarberjunum í sigti og stappið þau gróflega með gaffli. Þeytið rjómann og blandið jarðarberjunum svo saman við. Dreifið jarðarberjarjómanum jafnt yfir annan botninn og leggið hinn botninn yfir.

Ofan á:
150 g dökkt suðusúkkulaði
2 msk smjör
2 msk rjómi
1 msk sýróp
1/2 tsk salt

Bræðið allt saman í potti við vægan hita. Kælið aðeins og hellið svo yfir. Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni. Geymið tertuna í ísskáp í a.m.k 2-3 klst áður en hún er borin fram. Leyfið henni svo að standa við stofuhita í ca. 30 mínútur áður en hún er skorin.

Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið fyrir skömmu: “mig minnir að uppskriftin sé af hinni ágætu síðu eldhúsperlur.is

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

— DÖÐLUTERTA MEÐ JARÐARBERJARJÓMA —

🌼

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum. Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.