Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta, Döðlukaka jarðarberjarjómi, föstudagskaffið, eldhúsperlur björk jónsdóttir söngkona jarðarber rjómi kaka terta kaffimeðlæti mjög góð
Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Jæja gott fólk, í dag er kjörið að baka döðlutertu með jarðarberjarjóma og bjóða í kaffi. Það er einhver óútskýrð stemning yfir jarðarberjum úr dós. Súpergóð terta sem allir munu elska. Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið í vinnunni fyrir skömmu. #þaðerekkinokkurleiðaðhættaaðborðaþessatertu

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

🌼

Döðluterta með jarðarberjarjóma

Döðlubotnar:

4 egg
200 g púðursykur
200 g döðlur
100 g saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar
125 g hveiti
1/3 tsk salt

Aðferð: Ofn hitaður í 180° með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn.

Saxið döðlur og súkkulaði smátt og blandið ca 1 tsk af hveitinu saman við. Þeytið egg og púðursykur vel þar til ljóst og létt. Blandið hveiti saman við með sleif og því næst döðlunum, salti og súkkulaðinu. Hellið í tvö form og bakið í 15-20 mínútur.

Á milli:
4 dl rjómi
1 stór dós jarðarber

Leggið annan botninn á kökudisk. Opnið jarðarberjadósina og hellið 4-5 msk af safanum jafnt yfir báða botnana. Hellið jarðarberjunum í sigti og stappið þau gróflega með gaffli. Þeytið rjómann og blandið jarðarberjunum svo saman við. Dreifið jarðarberjarjómanum jafnt yfir annan botninn og leggið hinn botninn yfir.

Ofan á:
150 g dökkt suðusúkkulaði
2 msk smjör
2 msk rjómi
1 msk sýróp
1/2 tsk salt

Bræðið allt saman í potti við vægan hita. Kælið aðeins og hellið svo yfir. Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni. Geymið tertuna í ísskáp í a.m.k 2-3 klst áður en hún er borin fram. Leyfið henni svo að standa við stofuhita í ca. 30 mínútur áður en hún er skorin.

Björk kom með þessa dásamlegu góðu tertu í föstudagskaffið fyrir skömmu: “mig minnir að uppskriftin sé af hinni ágætu síðu eldhúsperlur.is

🌼

BJÖRK JÓNSDDÖÐLUTERTURFÖSTUDAGSKAFFI — LISTAHÁSKÓLINN

— DÖÐLUTERTA MEÐ JARÐARBERJARJÓMA —

🌼

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ísmenning á Íslandi

Á hjólaferðalagi okkar um þýskar grundir fórum við stundum á ískaffihús, þar sem matseðillinn samanstóð af fagurlega skreyttum ísréttum, t.d. í lengjum sem líktust spaghetti. Skreytingarnar voru af öllu mögulegu tagi, þeyttur rjómi, ávextir, alls kyns súkkulaði- eða karamellusósur og stökkt „drasl“ með.

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti. Vigdísi Másdóttur kynntist ég fyrst þegar hún var í Leiklistardeild Listaháskólans, síðar lágu leiðir okkar saman þegar hún kom og til starfa í sömu deild. Frá fyrsta degi höfum við talað mikið um mat, mjög mikið.