Kaldur brauðréttur

Kaldur brauðréttur, Fáskrúðsfjörður, saumaklúbbur, Kristín Albertsdóttir, Elva Hildur Hjaltadóttir, Stefanía Herborg Finnbogadóttir, Helena Stefanía Stefánsdóttir og Helga Jóna Óðinsdóttir. Franskir dagar, blað franskra daga. fljótlegt
Kaldur brauðréttur

Kaldur brauðréttur

Á sólríkum degi í byrjun sumars hitti ég nýstofnaðan saumaklúbb nokkurra Fáskrúðsfjarðarkvenna sem allar eru fæddar 1963 og eiga því stórafmæli í ár. Þær búa allar á höfuðborgarsvæðinu og eru þekktar fyrir mikinn matar- og tertuáhuga. Gaman að segja frá því að mér veittist sá heiður að gerast „verndari“ klúbbsins þar sem upphringing mín varð til þess að klúbburinn varð að veruleika – það reyndist auðvitað auðsótt enda ekki á hverjum degi sem miðaldra karlmaður tekur þátt í að stofna saumaklúbb þó óbeint sé 🙂

.

KALDIR RÉTTIRRÆKJURSAUMAKLÚBBURKLÚBBARÉTTIRÍSLENSKTKAFFIMEÐLÆTIHEITIR RÉTTIR

.

.

Kaldur brauðréttur

Rífið skorpulaust brauð í form (ca ½ brauð).

Ein lítil dós ananaskurl með safa

2-3 msk majones

Eitt box sýrður rjómi

Blandið þessu saman og hellið yfir brauðið.

Brytjið Dalabrie eða annan góðan ost og setjið ofan á.

Dreifið 4-5 bollum af rækjum yfir.

Dreifið saxaðri papriku, gulri, rauðri og grænni,yfir (hálf paprika af hverjum lit).

Skerið vínber og setjið ofan á.

Kristín Albertsdóttir, Elva Hildur Hjaltadóttir, Stefanía Herborg Finnbogadóttir, Helena Stefanía Stefánsdóttir og Helga Jóna Óðinsdóttir.
Þessi uppskrift og fleiri frá hópnum birtust í blaði Franskra daga í sumar. F.v. Kristín Albertsdóttir, Elva Hildur Hjaltadóttir, Stefanía Herborg Finnbogadóttir, Helena Stefanía Stefánsdóttir og Helga Jóna Óðinsdóttir.

.

KALDIR RÉTTIRRÆKJURSAUMAKLÚBBURKLÚBBARÉTTIRÍSLENSKTKAFFIMEÐLÆTIFÁSKRÚÐSFJÖRÐURHEITIR RÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla