Downton Abbey sítrónukjúklingur

  Downton Abbey sítrónukjúklingur

Downton Abbey sítrónukjúklingur. Það kemur kannski ekki svo á óvart að til eru nokkrar matreiðslubækur með réttum úr hinum stórgóðu þáttum Downton Abbey. Hér á bæ er búið að liggja yfir uppskriftum úr þáttunum og prófa fjölmargar. Því miður voru ekki til kjúklingabringur í búðinni og því úrbeinaði ég heilan kjúkling. Plúsinn fyrir aftan hvítlaukinn og kryddin í uppskriftinni táknar að það má alveg vera meira en segir – rétturinn batnar bara við það. Það er stórfínt að hafa gratíneraðar kartöflur með

Downton Abbey sítrónukjúklingur

Downton Abbey sítrónukjúklingur

8 kjúklingabringur

2-3 msk ólífuolía

salt og pipar

4+ hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

1+ tsk rósmarín

1+ tsk salvía

1+ tsk timían

50 g smjör

1 1/2 sítróna

1/2 dl koníak

steinselja

5 gulrætur

1 stór rauð paprika

5-7 kartöflur

1/2 blaðlaukur eða 1 rauðlaukur.

Blandið saman í stórri skál rósmarín, salvíu, timían, olíu, helmningnum af hvítlauknum, salti og pipar. Setjið smjörið í teninga, bætið saman við ásamt kjúklingnum. Kreystið safann úr sítrónunum yfir og hellið loks koníakinu – blandið vel.  Látið standa í klst. eða í ísskáp yfir nótt.

Skerið grænmetið niður, ekki of litla bita, og setjið í eldfast form ásamt hvítlauk. Leggið kjúklingabitana yfir, setjið smjörklípu á kjúklingabitana. Eldið í 150° heitum ofni í 1 1/2 klst. Stráið steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram

 

Aðrir réttir sem tengjast Downton Abbey:

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

Fíkjusalat með portvínsdressingu

Bláberja- og sérrýterta

Downton Abbey sítrónukjúklingur

Downton Abbey sítrónukjúklingur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.