Auglýsing
Spínatmauk á brauði spínat indland indverskt indverskur matur chili
Spínatmauk á brauði

Spínatmauk á brauði eða kannski ætti þetta að heita Spínatmauk á naan-brauði

Já já, ég átta mig á að grænt maukið er kannski ekki þar girnilegasta sem sést hefur, en ef þið hugsið út í það þá eru nýsoðnir sviðahausar á fati ekkert sérstaklega aðlaðandi…

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.

Það er vel þess virði að útbúa sjálfur ostinn með því að hleypa mjólkina.

INDLANDSPÍNATNAAN

.

Spínatmauk á (naan)brauði

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með

heimatilbúnum osti.

Ostur (paneer):

1/2 l mjólk

1/2 sítróna

Hitið mjólkina að suðu. Hellið safanum úr sítrónunni út í og hrærið nokkra stund. Saltið ef þið viljið hafa ostinn bragðmeiri. Hafið skál tilbúna með þunnum, hreinum klút, t.d. úr bleiuefni. Hellið úr pottinum yfir klútinn og látið renna í gegn, en gætið þess að osturinn lendi í klútnum. Herðið að og bindið fyrir (varið ykkur á hitanum, þar sem þetta er beint úr pottinum). Setjið hlass ofan á og látið bíða í nokkrar klukkustundir.

Spínatmauk (palak):

450 g (1 poki) frosið spínat

2-3 grænir chilibelgir

2-3 msk kúmmín

5 hvítlauksgeirar

olía

salt/pipar

1 dl þeyttur rjómi eða kókosrjómi

Þíðið spínatið og kreistið úr því vatn. Hreinsið fræ úr chili-belgjunum, skerið þau smátt og steikið létt í olíu ásamt hvítlauk og kúmmíni. Maukið vel með töfrasprota eða í blandara. Smakkið til með salti, pipar, meira kúmmíni, smátt skornu chili, pressuðum hvítlauk og e.t.v. cayenne. Hrærið ostinum (paneer) og rjómanum saman við.

Pönnubrauð (naan):

1/2 kg hveiti

1 tsk salt

1/2 tsk lyftiduft

2 tsk þurrger

2,5 dl ab mjólk

1 dl mjólk

2 msk olía

Hrærið þurrefnin saman í hrærivél og hrærið vökvanum saman við. Látið hefast í skálinni í 1 klst. Stráið þá hveiti yfir deigið og yfir hendur, sláið niður og teygið svolítið í kúlu. Endurtakið þetta eftir aðra klukkustund, en þá er deigið tilbúið til notkunar (geymist samt í marga daga í ísskáp). Búið til hæfilegar kúlur fyrir pönnukökupönnu, dýfið ofan í hveiti og fletjið síðan út svo að passi á pönnuna. Steikið við góðan hita.

Þegar brauðið hefur fengið bólur og brunabletti, penslið það þá með hvítlaukssmjöri, setjið spínatmauk ofan á og stráið grófu salti yfir (e.t.v. chiliflögum ef þið hafið sterkan smekk).

INDLANDSPÍNATNAAN

— SPÍNATMAUK Á BRAUÐI —

Auglýsing