Kjúklingabaunapottréttur

Kjúklingabaunapottréttur marokkó kóríander sveppir kúrbítur kjúklingabaunir
Kjúklingabaunapottréttur

Kjúklingabaunapottréttur

Þessi pottréttur á rætur sínar að rekja til norður Afríku. Það er ekki óalgengt þar að mörgum kryddtegundum sé blandað saman í einn rétt og þurrkaðir ávextir hafðir líka, alls ekki sterkur réttur. Í staðinn fyrir fíkjur má nota apríkósur, eða fíkjur og apríkósur.

KJÚKLINGABAUNIRKÚRBÍTUR

.

Kjuklingabaunapottrettur fíkjur kúmín
Kjúklingabaunapottréttur

 

 Kjúklingabaunapottréttur

1 dl góð olía

250 g sveppir, skornir í tvennt

1 laukur, saxaður smátt

2 hvítlauksgeirar

2 tsk kóriander

2 tsk kúmín

1 1/2 tsk kanill

400 g soðnar kjúklingabaunir (1/2 dós)

400 g saxaðir niðursoðnir tómatar (1/2 dós)

1 1/2 dl vatn

1 kúrbítur

grænmetiskraftur

1/4 tsk saffran

100 g þurrkaðar fíkjur

salt og pipar

2 msk saxað ferskt kóríander

Hitið helminginn af olíuna í pönnu, steikið sveppina og setjið til hliðar. Látið restina af olíunni á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk, kóríander, kúmín og kanil á miðlungshita í nokkrar mínútur. Hellið vatninu af kjúklingabaununum og bætið við ásamt tómötum, kúrbít, vatni, grænmetiskrafti og saffrani. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið fíkjur gróft og bætið við og sjóðið undir loki í um 20 mín. Stráið fersku kóríander yfir og berið fram með kúskús.

KJÚKLINGABAUNIRKÚRBÍTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave