Downton Abbey sítrónukjúklingur. Það kemur kannski ekki svo á óvart að til eru nokkrar matreiðslubækur með réttum úr hinum stórgóðu þáttum Downton Abbey. Hér á bæ er búið að liggja yfir uppskriftum úr þáttunum og prófa fjölmargar. Því miður voru ekki til kjúklingabringur í búðinni og því úrbeinaði ég heilan kjúkling. Plúsinn fyrir aftan hvítlaukinn og kryddin í uppskriftinni táknar að það má alveg vera meira en segir – rétturinn batnar bara við það. Það er stórfínt að hafa gratíneraðar kartöflur með
Downton Abbey sítrónukjúklingur
8 kjúklingabringur
2-3 msk ólífuolía
salt og pipar
4+ hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1+ tsk rósmarín
1+ tsk salvía
1+ tsk timían
50 g smjör
1 1/2 sítróna
1/2 dl koníak
steinselja
5 gulrætur
1 stór rauð paprika
5-7 kartöflur
1/2 blaðlaukur eða 1 rauðlaukur.
Blandið saman í stórri skál rósmarín, salvíu, timían, olíu, helmningnum af hvítlauknum, salti og pipar. Setjið smjörið í teninga, bætið saman við ásamt kjúklingnum. Kreystið safann úr sítrónunum yfir og hellið loks koníakinu – blandið vel. Látið standa í klst. eða í ísskáp yfir nótt.
Skerið grænmetið niður, ekki of litla bita, og setjið í eldfast form ásamt hvítlauk. Leggið kjúklingabitana yfir, setjið smjörklípu á kjúklingabitana. Eldið í 150° heitum ofni í 1 1/2 klst. Stráið steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram
Aðrir réttir sem tengjast Downton Abbey:
Fíkjusalat með portvínsdressingu
Þessi er nú girnilegur og ef þú ert hrifinn af sítrónu er þessi ekki slæmur:
4 kjúklingabringur (skornar í tvennt á þykktina, þannig að úr verði 8 þunnar sneiðar)
Spelt, kryddað með góðum slatta af svörtum pipar
Safi úr 2 sítrónum
Kjúklingasoð, 3-400 ml.
Kaffirjómi eða matreiðslurjómi eftir smekk
Tagliatelle eða annað pasta eftir smekk.
Þú byrjar á að skera bringurnar á þykktina, veltir þeim upp úr speltinu og steikir í olíu á pönnu (gleymdi náttúrulega að nefna olíuna), þar til bitarnir fá á sig fallegan gullinn lit. Setur bringurnar í eldfast mót og lætur standa meðan þú útbýrð sósuna.
EKKI HREINSA BRASIÐ AF PÖNNUNNI! Svo hellirðu kjúklingasoði og sítrónusafa á pönnuna, lætur sjóða upp og bætir svo matreiðslu/eða kaffirjóma saman við. Ekki láta þér bregða þótt rjóminn kornist aðeins, það er af því rjómi og sítróna eru ekki hjónavinir. Lætur sósuna sjóða upp og smakkar til, piprar ef þarf. Hellir sósunni yfir kjúklingabringurnar og setur inn í ofn í ca. 10 mín (ég er ekkert mjög góð í svona tímamælingum) , eða kannski meira.
Sýður pasta og berð fram með þessu og góðum parmesanosti yfir. Ekki er lakara að hafa gott mozzarellasalat með tómötum og lárperu með, ólífum og öðru góðmeti.
Hreinasta snilld.
Comments are closed.