Bláberjaostaterta

Bláberjaostaterta bláber rjómaostur bláberjasulta Fáskrúðsfjörður kaffihús Templarinn
 Bláberjaostaterta, kjörin terta með sunnudagskaffinu.

 Bláberjaostaterta, kjörin terta með sunnudagskaffinu.

Nú skulum við taka höndum saman og minnka sykur í öllum mat, ekki síst í tertum. Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum að stórum hluta ábyrg á eigin heilsu.

Þessa tertu útbjó ég gjarnan á sunnudögum þau ár sem ég var með kaffihúsið á Fáskrúðsfirði sælla minninga.

☕️

SKYRTERTURBLÁBERTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

☕️

Bláberjaostaterta

Botn:

100 g smjör

1/3 b dökkur púðursykur

3 msk  ólífuolía

1 b hveiti

1 b möndluflögur

1/2 tsk salt

Fylling:

450 g rjómaostur eða 200 g rjómaostur og 1 box maskarpone

1 kúfuð msk bláberjasulta

2 dl bláber (fersk eða frosin)

1 tsk vanilla

1 peli rjómi, þeyttur

bláber til skrauts

Botn: Hrærið saman smjör og sykur, bætið við olíu, hveiti, möndlum og salti. Setjið í frekar lítið kringlótt form og bakið við 175ˆC í 12-14 mín. Látið kólna í forminu.

Fylling: Setjið ost í hrærivélaskál og þeytið hann, bætið við bláberjasultu og vanillu. Blandið þeytta rjómanum saman við og loks bláberjunum (passið að þau fari ekki alveg í sundur). Setjið botninn á tertudisk og látið hringinn aftur utan um hann. Hellið fyllingunni yfir botninn, dreifið úr og skreytið með bláberjum. Kælið í amk klst, rennið blautum hníf meðfram tertunni og losið þannig hringinn frá. Endilega deilið uppskriftinni 😉

SKYRTERTURBLÁBERTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Bláberjaostaterta kaka terta Vala Kristín eiríksdóttir Blár birna rún eiríksdóttir Kjartan Darri þuríður blær jóhannsdóttir
Vaskir Listaháskólanemendur gæddu sér á tertunni milli þess sem þeir tóku til.

☕️

— BLÁBERJAOSTATERTAN —

☕️☕️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á að undirbúa sig fyrir mesta smákökuát allra tíma?

Í dag tók ég þátt í að velja bestu smákökurnar í smákökusamkeppni Kornax. Það var sem sagt megasykursukk eftir hádegið. Allt tókst þetta nú vel en álagið fyrir sykurlítinn líkama er þónokkuð. Til að undirbúa mig sem best skrifaði ég Betu næringarfræðingi og fékk hjá henni ráð eins og sjá má hér í viðhengi

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906