Auglýsing
Súkkulaðikúlur hnetusmjör döðlur súkkulaði hráfæði nammi raw food smákökur jólauppskriftir jólabakstur jólin
Sjúklega góðar súkkulaðikúlur

Súkkulaðikúlur

Úr þessari uppskrift voru gerðar tuttugu kúlur, saman við súkkulaðið setti ég örlítið af mintu, vá hvað þetta er gottttt. Áður en við flugum til útlanda um daginn útbjó ég súkkulaðikúlur, setti í frystinn í glerkrukku og tók með í flugið daginn eftir.

.

Auglýsing

SMÁKÖKURHRÁFÆÐISÚKKULAÐI

.

Súkkulaðikúlur

2 dl mjúkar döðlur

1 msk hnetusmjör

smá salt

50 g dökkt gott súkkulaði

1 tsk ólífuolía.

Setjið döðlur, hnetusmjör og salt í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel. Útbúið litlar kúlur og kælið í 15-20 mín. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði ásamt olíunni. Veltið kúlunum upp úr súkkulaðinu, setjið þær á smjörpappír og kælið (eða frystið).

— SÚKKULAÐIKÚLUR —