Súkkulaðikúlur

Súkkulaðikúlur hnetusmjör döðlur súkkulaði hráfæði nammi raw food smákökur jólauppskriftir jólabakstur jólin
Sjúklega góðar súkkulaðikúlur

Súkkulaðikúlur

Úr þessari uppskrift voru gerðar tuttugu kúlur, saman við súkkulaðið setti ég örlítið af mintu, vá hvað þetta er gottttt. Áður en við flugum til útlanda um daginn útbjó ég súkkulaðikúlur, setti í frystinn í glerkrukku og tók með í flugið daginn eftir.

.

SMÁKÖKURHRÁFÆÐISÚKKULAÐI

.

Súkkulaðikúlur

2 dl mjúkar döðlur

1 msk hnetusmjör

smá salt

50 g dökkt gott súkkulaði

1 tsk ólífuolía.

Setjið döðlur, hnetusmjör og salt í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel. Útbúið litlar kúlur og kælið í 15-20 mín. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði ásamt olíunni. Veltið kúlunum upp úr súkkulaðinu, setjið þær á smjörpappír og kælið (eða frystið).

— SÚKKULAÐIKÚLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu. Sómafólkið Kristján og Ragna búa á Laugum í Reykjadal og starfa þar við Framhaldsskólann. Á ferðalagi okkar Bergþórs og tengdapabba um Norðurland buðu þau okkur til hádegisverðar, undurgóða sætkartöflusúpu og fjölbreyttar óhefðbundnar snittur. Allt þetta bragðaðist vel, alveg einstaklega vel.

SaveSave

SaveSave

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.