Túnfisksalat með grískri jógúrt

Túnfisksalat með grískri jógúrt sellerý grísk jógúrt túnfiskur salat fisksalat fiskisalat
Túnfisksalat með grískri jógúrt í pítubrauði

Túnfisksalat með grískri jógúrt. Þó gamla góða túnfisksalatið með mæjónesunni og eggjunum standi alltaf fyrir sínu er fínt að prófa nýtt. Má vel mæla með þessu og túnfisksalat í pítubrauði passar vel saman.

.

TÚNFISKSALÖTTÚNFISKURSALÖTPÍTUBRAUÐ

.

Túnfisksalat með grískri jógúrt

1/4 b grísk jógúrt

1 væn msk mæjónes

1 ds túnfiskur í olíu

1 epli, saxað (gróft)

2 sellerýstilkar, saxaðir

1 msk saxaður laukur

1/4 tsk hvítlaukssalt

safi úr 1/2 sítrónu

salt og pipar

Setjið allt saman í skál og blandið vel saman. Látið bíða í um klst. Setjið t.d. í pítubrauð.

.

TÚNFISKSALÖTTÚNFISKURSALÖTPÍTUBRAUÐ

TÚNFISKSALAT MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.