Saltfiskbuff

Saltfiskbuff saltfiskur fiskibuff karabíska hafið
Saltfiskbuff

Saltfiskbuff

Alltaf er nú blessaður saltfiskurinn bragðgóður. Stundum er útvatnaður saltfiskur svo vel útvatnaður að næstum því þarf salta hann… Þessi uppskrift kemur úr Karabíska hafinu. Gott er að hafa vænan slurk af grænu salati með og etv hrísgrjón líka.

SALTFISKURBUFF

.

Saltfiskbuff

500 g saltfiskur

1-2 kartöflur, soðnar

1/2 laukur, saxaður fínt

2 tsk timian

1 1/2 tsk kóríander

2 hvítlauksrif, söxuð fínt

1 egg

4 msk heilhveiti (tvær í deigið og tvær til að velta upp úr fyrir steikingu)

pipar

olía til steikingar.

Saxið fiskinn og kartöflurnar frekar fínt og setjið í skál. Bætið við lauk timian, kóíander, hvítlauk eggi og helmingnum af heilhveitinu. Mótið kökur, veltið þeim upp úr heilhveiti og steikið við ekki of mikinn hita, í dágóða stund, í olíu á pönnu. Berið fram með hrísgrjónum og vænum skammti af góðu grænu salati.

.

SALTFISKURBUFF

SALTFISKBUFF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Fyrri færsla
Næsta færsla