Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta Hráterta raw food kaka terta lime jarðarber Anna Valdís, Laufey Birna,
Laufey og Anna með Jarðarberja- og limetertuna

Jarðarberja- og limeterta

Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

–HRÁTERTUR — JARÐARBERLIMEANNA VALDÍSLAUFEY BIRNA

.

Jarðarberja- og limeterta

Botn:

2 dl pekanhnetur

2 dl valhnetur

1/4 tsk salt

1 dl kókosmjöl

2 1/2 dl döðlur (saxaðar gróft og lagðar í bleyti í 30 mín)

Fylling:

1/2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín.

2 avókadó

1/4 b limesafi

1/4 b kókosolía

1 b spínat

3 msk sykur

Ofan á:

2 1/2 b jarðarber

Botn: Setjið hnetur, salt, kókosmjöl og döðlur í matvinnsluvél og maukið. Setjið hring af tertuformi á tertudisk og þjappið „deiginu” í.

Fylling: Setjið kasjúhnetur, avókadó, limesafa, kókosolía, spínat og sykur í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið yfir botninn og kælið.

Ofan á: Maukið einn bolla af jarðarberjunum og hellið yfir tertuna. Notið afganginn til að skreyta tertuna með.

Stúlkurnar á myndinni heita Laufey og Anna og hafa áður komið hér við sögu þegar þær útbjuggu hunangsfíflacider

–HRÁTERTUR — JARÐARBERLIMEANNA VALDÍSLAUFEY BIRNA

— JARÐARBERJA- OG LIMETERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Nokkur misstór atriði sem gott er að hafa í huga

Nokkur misstór atriði sem gott er að hafa í huga

Við borðhald er að ýmsu að hyggja, ekki bara hvernig við höldum á hnífapörunum og rauðvínsglasinu. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Óvænt steypiboð - Baby shower og extra góð steypiboðsterta. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar foreldrarnir tilvonandi komu inn.

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Sjö færslur á einum degi á alberteldar.com

Sjö færslur á einum degi á alberteldar.com  Á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst, ætla ég að taka áskorun og setja inn færslur á bloggið allan daginn. Á þriggja tíma fresti frá kl 6 í fyrramálið til miðnættis annað kvöld, samtals sjö færslur. Fylgist með.