Jarðarberja- og limeterta
Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.
–HRÁTERTUR — JARÐARBER — LIME — ANNA VALDÍS — LAUFEY BIRNA —
.
Jarðarberja- og limeterta
Botn:
2 dl pekanhnetur
2 dl valhnetur
1/4 tsk salt
1 dl kókosmjöl
2 1/2 dl döðlur (saxaðar gróft og lagðar í bleyti í 30 mín)
Fylling:
1/2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín.
2 avókadó
1/4 b limesafi
1/4 b kókosolía
1 b spínat
3 msk sykur
Ofan á:
2 1/2 b jarðarber
Botn: Setjið hnetur, salt, kókosmjöl og döðlur í matvinnsluvél og maukið. Setjið hring af tertuformi á tertudisk og þjappið „deiginu” í.
Fylling: Setjið kasjúhnetur, avókadó, limesafa, kókosolía, spínat og sykur í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið yfir botninn og kælið.
Ofan á: Maukið einn bolla af jarðarberjunum og hellið yfir tertuna. Notið afganginn til að skreyta tertuna með.
Stúlkurnar á myndinni heita Laufey og Anna og hafa áður komið hér við sögu þegar þær útbjuggu hunangsfíflacider
–HRÁTERTUR — JARÐARBER — LIME — ANNA VALDÍS — LAUFEY BIRNA —
.