Brasilísk fiskisúpa

Brasilísk fiskisúpa brasilía matarmikil brasilískur matur
Brasilísk fiskisúpa

Brasilísk fiskisúpa

Ó hvað góðar fiskisúpur eru GÓÐAR. Í mínu ungdæmi þótti mér lúðusúpa hið mesta lostæti – með ediki, lárviðarlaufi og ýmsu öðru bragðgóðu. Ef ykkur finnst þessi of þykk má vel þynna hana með vatni. Þessi súpa er bæði matarmikil og bragðgóð.

.

BRASILÍASÚPURLÚÐUSÚPA

.

Brasilísk fiskisúpa

2 msk olía

1 stór laukur, saxaður

3 paprikur, skornar í bita

1 1/2 msk cumin

1 msk paprikuduft

1/2 tsk kóríander

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 1/2 tsk salt

1 tsk pipar

1/2 tsk fiskikraftur

2-3 tsk limesafi

1/2 ds niðursoðnir tómatar í bitum

1/2 ds kókosmjólk

1 kg lax

Steikið laukinn í olíunni í potti, bætið við papriku og kryddum og loks tómötum, limesafa og kókosmjólk. Látið sjóða í um 10 mín. Skerið laxinn í bita og bætið við súpuna, sjóðið áfram í um 10 mín (fer eftir stærð bitanna).

FLEIRI FISKISÚPUR

.

BRASILÍASÚPURLÚÐUSÚPA

— BRASILÍSK FISKISÚPA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mígreni – einkenni hættu með breyttu mataræði

Ostar

MÍGRENI. Heyrði af manni sem reglulega fékk slæm mígreniköst. Þegar hann hætti að borða kjöt hættu mígreniköstin. Áhugavert, hér er grein um mat og mígreni þar er ritað um áhrif tyramíns (tyramine) sem er í rauðvíni, kæstum ostum, reyktum fiski, baunum o.fl.

Sítrónukjúklingur

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur er unaðslega góður. Þessa uppskrift má rekja til Ítalíu. Ef ég man rétt voru í henni kjúklingabringur en þar sem lærin eru fitumeiri og mýkri nota ég þau alltaf.