Auglýsing
Brasilísk fiskisúpa brasilía matarmikil brasilískur matur
Brasilísk fiskisúpa

Brasilísk fiskisúpa

Ó hvað góðar fiskisúpur eru GÓÐAR. Í mínu ungdæmi þótti mér lúðusúpa hið mesta lostæti – með ediki, lárviðarlaufi og ýmsu öðru bragðgóðu. Ef ykkur finnst þessi of þykk má vel þynna hana með vatni. Þessi súpa er bæði matarmikil og bragðgóð.

.

BRASILÍASÚPURLÚÐUSÚPA

.

Brasilísk fiskisúpa

2 msk olía

1 stór laukur, saxaður

3 paprikur, skornar í bita

1 1/2 msk cumin

1 msk paprikuduft

1/2 tsk kóríander

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 1/2 tsk salt

1 tsk pipar

1/2 tsk fiskikraftur

2-3 tsk limesafi

1/2 ds niðursoðnir tómatar í bitum

1/2 ds kókosmjólk

1 kg lax

Steikið laukinn í olíunni í potti, bætið við papriku og kryddum og loks tómötum, limesafa og kókosmjólk. Látið sjóða í um 10 mín. Skerið laxinn í bita og bætið við súpuna, sjóðið áfram í um 10 mín (fer eftir stærð bitanna).

FLEIRI FISKISÚPUR

.

BRASILÍASÚPURLÚÐUSÚPA

— BRASILÍSK FISKISÚPA —

.

Auglýsing