Bláber eru holl, mjög holl

Bláber eru holl, mjög holl Alzheimer elliglöp
Bláber eru holl, mjög holl

BLÁBER

Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.

.

 MATUR LÆKNAR — BLÁBER

.

 Bláber eru með hollustu fæðutegundum …

Leiðbeinandi Marin við rannsóknirnar, próf. Basil Dalaly, sem kennir kúrs um phytchemicals í ávöxtum og grænmeti, segir að magn andoxunarefna í bláberjum sé álíka og í jarðarberjum og granateplum.

„Það er ekki gripið úr lausu lofti að náttúran vísi okkur á holla fæðu með skærum litum. Anthocyanin, sem gerir kraftaverk í líkamanum, er líka litarefni sem gefur mörgum fæðutegundum litinn.“

Niðurstöður athugananna voru þær að ótal ástæður mætti finna til að neyta bláberja daglega, en hér eru nokkrar þeirra:

Undraefnin í bláberjum bæta minni og viðbrögð, vernda augnhimnu gegn sólarljósi og skemmdum, bæta blóðflæði og mýkja æðaveggi, minnka hættu á Alzheimer/elliglöpum með ýmsum leiðum, berjast gegn sindurefnum í meltingarvegi, sem geta valdið krabbameini, þau veita vernd gegn eitruðum málmum, t.d. kadmíum, bæta blóðsykursstjórn og styrkja taugakerfið.

.

 MATUR LÆKNAR — BLÁBER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.

Fyrri færsla
Næsta færsla