Bláber eru holl, mjög holl

Bláber eru holl, mjög holl Alzheimer elliglöp
Bláber eru holl, mjög holl

BLÁBER

Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.

.

 MATUR LÆKNAR — BLÁBER

.

 Bláber eru með hollustu fæðutegundum …

Leiðbeinandi Marin við rannsóknirnar, próf. Basil Dalaly, sem kennir kúrs um phytchemicals í ávöxtum og grænmeti, segir að magn andoxunarefna í bláberjum sé álíka og í jarðarberjum og granateplum.

„Það er ekki gripið úr lausu lofti að náttúran vísi okkur á holla fæðu með skærum litum. Anthocyanin, sem gerir kraftaverk í líkamanum, er líka litarefni sem gefur mörgum fæðutegundum litinn.“

Niðurstöður athugananna voru þær að ótal ástæður mætti finna til að neyta bláberja daglega, en hér eru nokkrar þeirra:

Undraefnin í bláberjum bæta minni og viðbrögð, vernda augnhimnu gegn sólarljósi og skemmdum, bæta blóðflæði og mýkja æðaveggi, minnka hættu á Alzheimer/elliglöpum með ýmsum leiðum, berjast gegn sindurefnum í meltingarvegi, sem geta valdið krabbameini, þau veita vernd gegn eitruðum málmum, t.d. kadmíum, bæta blóðsykursstjórn og styrkja taugakerfið.

.

 MATUR LÆKNAR — BLÁBER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla