VATNSSKORTUR – drekkum vatn
Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.
— MATUR LÆKNAR — VATN —
.
Hér eru nefnd 13 einkenni sem líkaminn getur sýnt þegar um langvarandi vatnsskort er að ræða:
Þreyta og almennt orkuleysi: Ofþornun verður í vefjum líkamans, oft kallað vessaþurrð, það veldur því að á virkni ensíma og niðurbroti hægist og líkaminn missir orku.
Hægðatregða: Þegar vel tuggður matur fer niður í ristilinn, þá inniheldur hann of mikinn vökva til að formaðar hægðir myndist. Þarmaveggurinn dregur síðan til sín umframvökva úr fæðunni þegar hún ferðast neðar í ristilinn. Ef langvarandi þurrkur er til staðar í ristlinum, sýgur þarmaveggurinn of mikið vatn til sín, til að veita til annarra hluta líkamans og hægðir safnast upp vegna þurrks.
Meltingartruflanir: Ef líkaminn verður fyrir langvarandi þurrki, minnkar seyting meltingarsafa, sem getur leitt til meltingartruflana.
Blóðþrýstingur: Blóðmagn líkamans verður ekki nægjanlegt til að fylla allar slagæðar, bláæðar, ásamt háræðum.
Magabólgur, magasár: Maginn framleiðir slímlag til að vernda slímhúðina í meltingarveginum fyrir súrum meltingarvökvanum. Slímlagsframleiðsla minnkar við mikinn þurrk og súr meltingarvökvinn gerir usla í maganum.
Öndunarfæravandamál: Slímhúðin í öndunarveginum er rök, það verndar öndunarfærin frá óæskilegum efnaeindum sem gætu verið til staðar í loftinu. Ef þurrkur verður í slímhúðinni tapast sú verndun.
Ójafnvægi á sýrustigi líkamans: Vessaþurrð hægir á framleiðslu ensíma og sýrustig hækkar í líkamanum.
Þyngdaraukning og offita: Þorsta er oft ruglað við svengd og er algengt að þá sé meira borðað en líkaminn brennir og því hlaðast aukakílóin á líkamann.
Exem: Líkaminn þarfnast raka til að geta svitnað. Svitinn er nauðsynlegur og losar líkamann við óæskileg eiturefni úr húðinni, sem annars gætu valdið húðvandamálum.
Kólesteról: Vessaþurrð veldur því að vökvi tapast úr frumunum, líkaminn reynir að halda í frumuvökvann með því að framleiða meira kólesteról.
Blöðrubólga, þvagfærasýkingar: Vessaþurrð veldur því að eiturefni safnast í þvagblöðru, þar sem hún tæmir sig sjaldnar. Það getur valdið ertingu og sýkingum í slímhúð þvagfæranna.
Gigt: Vessaþurrð eykur magn og styrk eiturefna í blóði og frumuvökva, sem getur safnast saman og valdið auknum verkjum í liðum líkamans.
Ótímabær öldrun: Vökvamagn í líkama nýfædds barns er um 80%, með aldrinum lækkar þessi prósenta mikið og því er svo mikilvægt að drekka meira vatn eftir því sem við eldumst.
Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR
💧💧
— VATNSSKORTUR – DREKKUM VATN —
💧💧💧